Tilkynning frá viđbragđsteymi: Leikskóli, grunnskóli og íţróttamiđstöđ lokuđ fram yfir páska

  • Fréttir
  • 30. mars 2020

Kæru Mývetningar. Á fundi viðbragðsteymis og forstöðumanna Skútustaðhrepps í morgun kom fram að ekkert nýtt smit hefur greinst í Mývatnssveit síðustu daga. Því eru enn fimm staðfest smit og viðkomandi einstaklingar í einangrun.  Hins vegar fjölgar smitum á landsvísu og á Norðurlandi eystra. Eins og Mývetningum er kunnugt um var skólastarf fellt niður í síðustu viku og íþróttahúsinu lokað. Á fundi viðbragðsteymis og forstöðumanna í morgun, 30. mars 2020, var eftirfarandi ákvörðun tekin varðandi framhald skólastarfs:

Enn liggur fyrir mikið óvissuástand í samfélaginu og okkar nærumhverfi. Til þess að halda áfram að gæta ítrustu varúðarráðstafana gagnvart viðkvæmustu íbúum sveitarfélagsins, til að forðast frekari smithættu og til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirusmits, hefur sú ákvörðun verið tekin að Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur verði lokaðir fram að páskum. Sama gildir um íþróttahúsið. Væntanlega verður ákveðið í dymbilvikunni hvenær skólahald leikskóla og grunnskóla hefst að nýju og hvenær íþróttamiðstöðin verði opnuð.  Kennarar munu áfram halda úti fjarkennslu  með verkefnum á þeim stafræna vettvangi sem þeir hafa valið en sú kennsla hefur gengið vel til þessa.

Viðbragðshópurinn og forstöðumenn munu halda áfram að hittast reglulega, afla upplýsinga og endurmeta stöðuna hverju sinni og halda íbúum sveitarfélagsins vel upplýstum.

Gangi ykkur vel í ykkar verkefnum. Hikið ekki við að hafa samband til að fá nánari upplýsingar.

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 28. apríl 2020

Ertu í leit ađ sumarstarfi 2020?

Fréttir / 16. apríl 2020

Dagskrá 38. fundar sveitarstjórnar