Ţakklćti til starfsfólks, íbúa og rekstrarađila

  • Fréttir
  • 26. mars 2020

Á fundi sveitarstjórnar í gærmorgun fór sveitarstjóri yfir Viðbragðsáætlun Skútustaðahrepps við heimsfaraldri og aðgerðir sveitarfélagsins í kjölfarið. Viðbragðsteymi ásamt oddvita, formanni skólanefndar, forstöðumönnum og oddvita hefur fundað reglulega til að fara yfir stöðu mála sem breytist dag frá degi. Mikil áhersla hefur verið lögð á upplýsingagjöf til starfsfólks og íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórn  bókaði eftirfarandi:

„Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með hvernig haldið hefur verið á málum af hálfu starfsmanna sveitarfélagsins þar sem leiðarljósið hefur verið að verja viðkvæmustu íbúa sveitarfélagsins og minnka óvissu eins og hægt er. Að loka grunnskóla, leikskóla og íþróttahúsi var skynsamleg ákvörðun miðað við aðstæður. Mannauður sveitarfélagsins er mikill og starfsfólkið staðið sig frábærleg vel við krefjandi og fordæmalausar aðstæður. Sveitarstjórn þakkar starfsfólkinu fyrir yfirvegun og skynsemi. Jafnframt hafa íbúar sveitarfélagsins sýnt ákvörðunum sveitarfélagsins skilning og stuðning og samstaðan verið órofin. Þá þakkar sveitarstjórn atvinnurekendum í Mývatnssveit fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa sýnt í ákvarðanatöku sinni við afar erfiðar aðstæður. Í ljósi nýrra smita í Mývatnssveit áréttar sveitarstjórn beiðni til fólks um að gæta fyllstu varúðar og fylgja þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út um samkomubann.“


Deildu ţessari frétt