Heimsendingaţjónusta Bókasafns Mývatnssveitar

  • Fréttir
  • 23. mars 2020

Vakin er athygli á því að opnunartími Bókasafns Mývatnssveitar er óbreyttur, eða á mánudögum frá kl. 15-19. Bókasafnið er staðsett í kjallara Skjólbrekku. Gestir bóksafnsins eru beðnir að virða 2ja metra fjarlægðarregluna. Bækur sem er skilað inn til bókasafnsins verða sótthreinsaðar og ekki lánaðar aftur fyrr en viku seinna.

Þar sem margir eru heima þessa dagana hefur verið ákveðið að  bjóða upp á heimsendingaþjónustu. Hægt er að hringja í Þuríði Pétursdóttur bókasafnsvörð í síma 847 4666 á OPNUNARTÍMA safnsins og panta bækur sem Þuríður er tilbúin til þess að keyra heim til fólks sé óskað eftir því án aukakostnaðar. Skilyrði er að vera lánþegi á safninu, skilasektir verða felldar niður tímabundið. Boðið verður upp á þessa þjónustu þangað til annað verður tilkynnt.


Deildu ţessari frétt