Frá sveitarstjóra - Breytingar á starfi leikskóla og grunnskóla 17.-20. mars 2020

 • Fréttir
 • 16. mars 2020

Kæru íbúar. Stjórnendur sveitarfélagsins kappkosta sem fyrr að halda íbúum upplýstum eins og hægt er vegna þeirri stöðu sem upp er komin vegna samkomubanns. Ég er sannarlega stoltur af mínu starfsfólki sem er ákaflega lausnamiðað og hefur að leiðarljósi að vernda þá sem eru í viðkvæmustu stöðunni og að veita eins góða þjónustu og hægt er miðað við þær ótrúlegu aðstæður sem ríkja í samfélaginu. Viðbragðsteymið ásamt forstöðumönnum funda núna daglega til að fara yfir stöðuna. Við minnum á að við erum öll almannavarnir!

Í framhaldi af tilkynningu í gær um viðbrögð sveitarfélagsins vegna covid19  veirunnar, hefur eftirfarandi verið ákveðið varðandi frekari útfærslu á leik- og grunnskólastarf þessa vikuna:

Leikskólinn Ylur:

 • Skóladagurinn styttist að því leyti að leikskólnn lokar kl. 15:30. Með þessu er verið að veita starfsfólki svigrúm til að þrífa m.a. leikföngin fyrir næsta dag. Ekki verður rukkað fyrir vistunartíma sem skerðist.
 • Ef börn eru með kvefpest biðjum við foreldra um að halda þeim heima.
 • Ef foreldrar eru með flensueinkenni biðjum við þá um að koma ekki í leikskólann.
 • Ef einhverjir foreldrar eru í aðstöðu til að hafa börnin sín heima þá yrði það vel þegið.
 • Sökum breytinga verður lögð aukin áhersla á útiveru á meðan veður leyfir svo gott er að börnin séu vel búin.
 • Ef spurningar vakna, hafið samband við leikskólastjóra.

Reykjahlíðarskóli/tónlistarskóli:

 • Skólastarf hefst kl. 8:30 á morgnana og fara nemendur heim eftir hádegismat. Nemendur í 1.-4. bekk fara heim kl. 12:40 og 5.-10. bekkur fer heim kl. 12:50.
 • Lögð verður áhersla á útivist alla daga nema á föstudag, því þurfa nemendur að vera vel klæddir til útiveru.
 • Engin tónlistarkennsla verður í þessari viku en tónlistarkennarinn, sem kemur frá Húsavík, hefur samband við þá foreldra sem eiga nemendur í tónlistarnámi og hugmyndin er að kenna í gegnum netið..
 • Ef einhver þarf vinnu sinnar vegna á því að halda að barn sé lengur í skólanum getur viðkomandi haft samband við skólastjóra.
 • Ef spurningar vakna, hafið samband við skólastjóra.

Upplýsingar um aðrar stofnanir: Frá sveitarstjóra - Tilkynning til íbúa Skútustaðahrepps vegna samkomubanns (15. mars)

Viðbragðsáætlun Skútustaðahrepps vegna heimsfaraldurs


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Skólafréttir / 29. maí 2020

Skólalok

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Skólafréttir / 15. maí 2020

Unicef hlaupiđ

Nýjustu fréttir

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

 • Fréttir
 • 27. júlí 2020

Frćđslukvöld

 • Fréttir
 • 10. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. júní 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 28. maí 2020

Sumar opnunartími ÍMS

 • Fréttir
 • 27. maí 2020

Dagskrá 40. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. maí 2020