Varúđarráđstafanir Skútustađhrepps vegna Kovid19 veirunnar í ljósi samkomubanns og takmörkun á starfsemi leikskóla og grunnskóla

  • Fréttir
  • 13. mars 2020

Sveitarstjóri sendi eftirfarandi póst á starfsfólk sveitarfélagsins eftir fréttamannafund í morgun:

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir skynsamleg og yfirveguð viðbrögð í starfsemi sveitarfélagsins að undanförnu vegna kovid 19 veirunnar. Þetta eru fordæmalausir tímar en við skulum hlúa að okkur sjálfum og okkar nánustu, fara að tilmælum sóttvarnarlæknis, landlæknis og ríkislögreglustjóra og hafa áfram skynsemi og yfirvegun að leiðarljósi.

Nú er búið að lýsa yfir samkomubanni og takmörkun í starfsemi grunnskóla og leikskóla en það er háð ákvörðun skólayfirvalda á hverjum stað með nánari útfærslu. Fram kom á fréttamannafundinum áðan að miðað verði við 20 manns að hámarki í bekk í grunnskóla og reynt að hafa allt hólfað í minni hópa ef því er viðkomið. En við bíðum eftir nánari leiðbeiningum frá stjórnvöldum sem koma í dag.

Við munum funda síðar í dag eða um helgina hjá sveitarfélaginu til að taka ákvörðun um útfærslu á okkar skólastarfi miðað við leiðbeiningar stjórnvalda.

Var að fá staðfestingu frá lögreglustjóranum í okkar umdæmi að ekkert smit er enn í okkar umdæmi.

Viðbragðsteymi sveitarfélagsins réði ráðum sínum í morgun og hefur verið ákveðið hefur verið að grípa til eftirfarandi varúðarráðstafanna:

• Vegna samkomubanns er árshátíðinni sjálfhætt. Við frestum henni til haustsins.
• Samgangur á milli leikskóla og grunnskóla verði takmarkaður eins og aðstæður leyfa en mikilvægt er að sem fyrr sé skynsemi höfð þar að leiðarljósi.
• Lokað verður fyrir aðgang utanaðkomandi aðila í grunn- og leikskóla.
• Einn starfsmaður okkar sem vinnur bæði fyrir áhaldahús og skólann mun frá og með næsta mánudegi eingöngu vinna fyrir grunnskólann með lengri viðveru þar.
• Starfsmenn annarra stofnana sem hafa verið í hádegismat í skólanum koma ekki í mat í skólann frá og með næsta mánudegi.
• Í íþróttahúsi hafa búningsklefar verið aðskildir fyrir almenning/gesti og nemendur.
• Opnunartími hreppsskrifstofu verður óbreyttur en viðskiptavinum bent á að hafa frekar samband símleiðis eða í gegnum tölvupóst ef þess er kostur.

Ég vek athygli ykkar á nýrri heimasíðu Embættis landlæknis og Ríkislögreglustjóra þar sem er að finna góð ráð, traustar upplýsingar og nýjustu fréttir af veirunni: https://www.covid.is/


Deildu ţessari frétt