20. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 18. febrúar 2020

20. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6,  þriðjudaginn 18. febrúar 2020, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Hinrik Geir Jónsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Guðjón Vésteinsson embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir embættismaður.

 

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi.

 

Pétur Snæbjörnsson og Hinrik Geir Jónsson véku af fundi vegna vanhæfis og komu Margrét Halla Lúðvíksdóttir og Hólmgeir Hallgrímsson varamenn á fundinn undir lið 1.

1. Breyting á deiliskipulagi Birkilands - 1909015

Tekið fyrir að nýju erindi frá Sólveigu Erlu Hinriksdóttur f.h. Birkiholts ehf. dags. 16. september 2019 þar sem óskað var eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Birkilands. Uppfærð gögn bárust 14. nóvember 2019 þar sem hámarksgrunnflötur húsa á 2 lóðum er breytt, leyfð atvinnustarfsemi á 4 lóðum innan frístundabyggðarinnar og stærð minna hússins á hverri lóð má vera allt að 50m2. Einnig lág fyrir tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps þar sem hámarksbyggingarmagn fyrir frístundabyggð í Birkilandi var aukin.

Tillaga að breytinga á deiliskipulagi Birkilands var grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10.12.2019 til og með 10.01.2020.
Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum 6 lóða í Birkilandi ásamt landeigendum Voga 2.

Fyrir liggur minnisblað frá Sókn lögmannsstofu varðandi málsmeðferðar sem og úrskurður Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. febrúar 2020, nr. 7/2019.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins. Lagt er til að halda aukafund skipulagsnefndar þegar fundað hefur verið með öllum hagsmunaaðilum.

Pétur og Hinrik komu aftur inn á fundinn og Margrét Halla og Hólmgeir véku af fundi

 

2. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekið fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Höfða. Erindið var á dagskrá skipulagsnefndar þann 17. desember s.l. og komu þar fram tillögur að breytingum á uppdrætti og greinargerð.

Tilgangur deiliskipulagsgerðarinnar er m.a. að bæta útivistarsvæði Höfða og Kálfastrandar umhverfis Ytrivoga, með því að móta stefnu um framtíð svæðisins, uppbyggingu stíga og áningarstaða og ákvarð forsendur fyrir framkvæmdir og rekstur á svæðinu.

Fyrir liggur uppfærður uppdráttur, skýringaruppdrættir og greinargerð dags. 28. janúar 2020 frá Hornsteinum. Þar hefur verið komið til móts við athugasemdir og ábendingar skipulagsnefndar, umhverfisnefndar og sveitarstjórnar í fyrri umræðu.

Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

3. Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Voga 1 - 2002003

Tekið fyrir erindi dags. 29. janúar 2020 frá landeigendum Voga 1 þar sem óskað er eftir því að Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 verði breytt í samræmi við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Voga 1 vegna áforma um nýja lóð fyrir íbúðarhús í húsaþyrpingunni austan Mývatnssveitarvegar.
Einnig er óskað eftir afgreiðslu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna sama efnis.

Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir sex nýjum frístundahúsum efst á skipulagssvæðinu uppi á grónu hrauni, varla sýnileg frá vegi og annarri byggð. Frístundalóðirnar eru í um 292 m hæð að jafnaði. Lóð fyrir umrætt íbúðarhús yrði í hraunhvilft vestan í hraunjaðrinum neðan frístundahúsalóðanna í um 286m hæð. Íbúðarhúsið, sem yrði tveggja hæða, myndi falla vel inn í landið og verða hluti byggðarinnar sem fyrir er vestan hraunsins.

Með umsókn um breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps og deiliskipulagi Voga 1 fylgja, breytingarblað vegna aðalskipulagsbreytingar og tillaga að breytingu á deiliskipulagi ásamt erindi þar sem farið er ítarlega í ástæður fyrirhugaðrar breytingar.

Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 verði grenndarkynnt fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að hún samþykki óverulega breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, í samræmi við deiliskipulagstillöguna, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falin málsmeðferð vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi og vegna grenndarkynningar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 líkt og 2. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

4. Drekagil: Deiliskipulag smávirkjunar - 1706012

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Haukssyni dags. 17. febrúar 2020 f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem óskað er eftir því að gera breytingu á gildandi deiliskipulags fyrir smávirkjun í Drekagili. Ástæðar breytingar er breyting á staðsetningu stíflu og lítil tjörn sem myndast ofan hennar.

Meðfylgjandi er uppdráttur frá Landmótun dags. 15. janúar 2020.

Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu á deiliskipulagi sé um að ræða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi smávirkjunar í Drekagili verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð auglýsingar á breytingunni líkt og 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Pétur og Agnes óskuðu eftir að bóka sérstaklega að þau væru á móti þessari afgreiðslu nefndarinnar og vilja að athafnasemi Neyðarlínunnar ohf við Drekagil verði kærð til lögreglu.

 

5. Umsögn um lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps - 2001029

Tekið fyrir erindi frá Ólafi E. Júlíussyni f.h. Skaftárhrepps dags. 16. janúar 2020 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins við skipulagslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skaftárhrepps.

 

6. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 15:15.        

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Nýjustu fréttir

COVID-19

 • Fréttir
 • 23. september 2020

Dagskrá 45. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 17. september 2020

Kynning á skipulagstillögum

 • Fréttir
 • 14. september 2020

Skrifstofufulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 9. september 2020

Dagskrá 44. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 4. september 2020