Nýja leikskólabyggingin vígđ – Allir í skýjunum

 • Fréttir
 • 17. febrúar 2020

Leikskólinn Ylur vígði nýja leikskólabyggingu formlega á fimmtudaginn að viðstöddu fjölmenni. Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri stjórnaði vígslunni og Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður skólanefndar og Þorsteinn sveitarstjóri fluttu ávörp. Þorsteinn hvatti Mývetninga til að vera duglega við barneignir til að fylla nýja leikskólann og auka á hamingju sveitunga. Ólafur Ragnarsson eigandi verktakans Húsheildar ehf. færði leikskólanum gjöf í tilefni dagsins eða hitaskáp og færum við honum bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Tímamót urðu í sögu leikskólans Yls fimmtudaginn 17. október s.l. þegar ný leikskólabygging var tekin í notkun. Framkvæmdir hófust síðasta vor en verktakinn Húsheild ehf. skilaði leikskólanum af sér samkvæmt áætlun upp á dag. Óhætt er að segja að nýja byggingin sé bylting fyrir starfsemi leikskólans. Um er að ræða timburhús á einni hæð, byggt á steyptri plötu, við grunnskólann. Nýbyggingin inniheldur m.a. þrjú deildarrými. Samhliða nýbyggingu var skipulagi eldri byggingar breytt þannig að þar er sérkennslu/fundarherbergi auk skrifstofu leikskólastjóra og undirbúningsher-bergis. Hreinlætisaðstaða barna er endurbætt og bætt við snyrtingu í forstofu. Heildarkostnaður við byggingu leikskólans var um 62 m.kr.

Forstofa leikskólans var færð og útbúin þurrkaðstaða með skápum. Heildarstarfssvæði leikskóla er 226 ferm. auk aðgengis að snyrtingu fyrir hreyfihamlaða í grunnskólabyggingu. Leik- og kennslurými ásamt sérkennsluaðstöðu er 107,7 ferm. Í leikskólanum er nýtt fráveitukerfi, þ.e. aðskilið svartvatn og grávatn.

Vel  var mætt við vígsluna enda hátíðisdagur í sögu sveitarfélagsins því nú er aðstaða leikskólans til fyrirmyndar. 

Forsíðumynd:

Frá vígslu leikskólans. F.v. Ólafur Ragnarsson verktaki og framkvæmdastjóri Húsheildar ehf., Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður skólanefndar og Þorsteinn sveitarstjóri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. júní 2020

Dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 11. júní 2020

Sögulegir samningar viđ landeigendur

Fréttir / 11. júní 2020

Lokaskýrsla sundlaugarnefndar lögđ fram

Fréttir / 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráđinn sveitarstjóri

Skólafréttir / 29. maí 2020

Skólalok

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Skólafréttir / 15. maí 2020

Unicef hlaupiđ

Nýjustu fréttir

Miđkvíslarhátíđ 24. og 25. ágúst

 • Fréttir
 • 27. júlí 2020

Frćđslukvöld

 • Fréttir
 • 10. júní 2020

Dagskrá 41. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 3. júní 2020

Skipulagsfulltrúi óskast

 • Fréttir
 • 28. maí 2020

Sumar opnunartími ÍMS

 • Fréttir
 • 27. maí 2020

Dagskrá 40. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. maí 2020