Vetrarhátíđ viđ Mývatn haldin í fyrsta sinn dagana 6. - 8. mars 2020

 • Fréttir
 • 4. febrúar 2020

Helgina 6.-8. mars næstkomandi verður sannkölluð vetrarstemmning í Mývatnssveit en þá verður Vetrarhátíð við Mývatn haldin í fyrsta sinn. Þetta er nokkurs konar bæjarhátíð að vetri til þar sem verður fjölbreytt og spennandi fjölskyldudagskrá alla helgina í hinni fögru Mývatnssveit sem er sannkölluð vetrarparadís á þessum árstíma.

Sérstaða Vetrarhátíðar við Mývatn eru þær vetraríþróttir sem verða í öndvegi en þar má nefna hestamótið Mývatn Open - Hestar á ís, Íslandsmeistaramót sleðahundaklúbbs Íslands og svo Mývatnssleðinn þar sem fólk keppir á heimalöguðum sleðum á vatninu. Allir þessir viðburðir eiga það sameiginlegt að vera haldnir á ísi lögðu Mývatni. Í ár verður einnig haldið Íslandsmeistaramót í snjókrossi í Kröflu.

Allir þessir viðburðir verða opnir gestum og gangandi sem vilja koma og fylgjast með þessum viðburðum. Veiðifélag Mývatns mun jafnframt bjóða upp á dorgveiði í Mývatni og íþróttafélagið Mývetningur ætlar að halda opnu gönguskíðaspori alla helgina. Hægt verður að heimsækja sleðahundana og það verður barnabraut fyrir fjölskylduna á Álftabáru, lifandi tónlist og tilboð í gistingu og mat alla helgina. 

Hægt er að skoða dagskránna á www.vetrarhatid.com

Mynd: Agnes Lebeaupin


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 4. janúar 2021

Styrkur til uppsetningar hleđslustöđva

Fréttir / 21. desember 2020

Opnunartími skrifstofu yfir jól og áramót

Fréttir / 14. desember 2020

Leikskólinn Ylur- Skóli á grćnni grein

Fréttir / 14. desember 2020

51. fundur

Fréttir / 12. desember 2020

Fundur um COVID-19 úrrćđi stjórnvalda

Fréttir / 8. desember 2020

Ungmennaráđ Skútustađahrepps

Fréttir / 7. desember 2020

Dagskrá 50. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 3. desember 2020

Fćrđ og ađstćđur

Fréttir / 23. nóvember 2020

49. fundur

Fréttir / 19. nóvember 2020

COVID-19

Fréttir / 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

Fréttir / 17. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

Nýjustu fréttir

Grímunotkun í ÍMS

 • Fréttir
 • 21. janúar 2021

Sorphirđudagatal 2021

 • Fréttir
 • 18. janúar 2021

52. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 11. janúar 2021

Uppgjör á hitaveitu fyrir 2020

 • Fréttir
 • 4. janúar 2021

Niđurstađa sveitarstjórnar auglýst

 • Stjórnsýsla
 • 21. desember 2020

Flokkum yfir jólin

 • Fréttir
 • 16. desember 2020

Nú er komiđ ađ álestri hitaveitumćla

 • Fréttir
 • 14. desember 2020

Engin Covid smit

 • Fréttir
 • 12. desember 2020