Starfsmađur íţróttamiđstöđvar í heilsársstarf

 • Fréttir
 • 22. janúar 2020

Laust er til umsóknar starf starfsmanns Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps. Um er að ræða ótímabundið 60% starf í vaktavinnu frá og með mars 2020. Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Helstu verkefni:

 • Móttaka og þjónusta við viðskiptavini
 • Öryggisgæsla og baðvarsla
 • Þrif og þvottur
 • Umhirða og eftirlit með íþróttahúsi og tækjum þar sem það á við
 • Uppgjör og meðferð innkomufjár

Hæfnikröfur:

 • Góð samskiptafærni og sveigjanleiki
 • Rík þjónustulund og jákvæðni
 • Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð
 • Hand- og verklagni
 • Haldgóð þekking í skyndihjálp

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2020. Umsóknum skal skilað á netfangið ims@skutustadahreppur.is eða á skrifstofu forstöðumanns íþróttamannvirkja. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Skútustaðahrepps. Aldurstakmark er 18 ár.

Nánari upplýsingar veitir Ásta Price forstöðumaður í síma 464 4225 og í gegnum netfangið ims@skutustadahreppur.is.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.


Deildu ţessari frétt