Rafrćn byggingarleyfisumsókn

  • Skútustađahreppur
  • 5. nóvember 2019

Hverjir geta sótt um byggingarleyfi?
Húseigendur og lóðarhafar eða hönnuðir í umboði lóðarhafa.

Hvernig er sótt um rafrænt byggingarleyfi?
Á slóðinni www.minarsidur.mvs.is er sótt um byggingarleyfi á rafrænu formi. Við innskráningu er krafist íslykils eða rafrænna skilríkja. Umsækjandi getur einnig verið þriðji aðili í umboði lóðarhafa / eiganda. Öllum gögnum frá umsækjanda, hönnuðum eða hlutaðeigandi aðilum skal skilað inn í gegnum gáttina.
Hér eru glærur með leiðbeiningum um ferlið á síðum Mannvirkjastofnunnar. ATH! Uppfærsla hefur átt sér stað á vefnum frá því að leiðbeiningarnar voru gefnar út svo örlítill munur gæti verið milli glæranna og raun ferlisins.

Hér má líka sjá myndskeið með leiðbeiningum.

Til að sækja um byggingarleyfi á gamla mátann skal nota eyðublöðin hér fyrir neðan: 

Umsókn um byggingarleyfi.

Meistara- og byggingarstjórablað


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR