Betri eđa bitrari!

  • Fréttir
  • 1. október 2019

Mánudaginn 7. október kl. 17.00-18.30 verður Árelía Eydís Guðmundsdóttir með afar áhugaverðan fyrirlestur í Skjólbrekku.  Árelía er dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands og kennir leiðtogafræði og kúrsa um forystu og framtíðarvinnumarkað. 

Um fyrirlesturinn:
Mikilvægt er að setja stefnuna og huga að næstu skrefum í lífi og starfi reglulega. Árelía Eydís mun fjalla um mikilvægi þess að fara í stefnumótun í eigin lífi og huga að „framtíðarsjálfinu“ hvernig við undirbúum okkar sem best fyrir framtíðina. Á miðjum aldri erum við líklegri til að verða annað hvort „betri eða bitrari“, námskeiðinu er ætlað að varpa ljósi á af hverju það er – og kynna leiðir til að verða betri!
Fjallað verður um lífsánægju og vellíðan eftir aldri en munur er á því hvaða verkefni við erum að takast á við eftir því hvaða lífskafla við erum í.  Við lítum á áskoranir, markmið, mikilvægi nýrra reynslu, hvernig við viðhöldum sköpunarkrafti okkar og um mikilvægi þess að þekkja hvernig við þróumst og þroskumst eftir aldri. Farið verður í hvernig vinnumarkaðurinn er að breytast og með hvaða hætti er rétt að undirbúa sig með því að efla vinnuhæfni sína.
Eftir Árelíu Eydísi hafa komið út sjö bækur.
– Fyrirlesturinn er styrkur af Lýðheilsusjóði
 


Deildu ţessari frétt