11. fundur

  • Velferđar- og menningarmálanefnd
  • 3. september 2019

11. fundur. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 3. september 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Sæmundur Þór Sigurðsson aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður, Ólafur Þ. Stefánsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

       Dagskrá:

1. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps - 1810014

Í nóvember 2018 var samþykkt í nefndinni að skipa stýrihóp til þess að vinna fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Í hópnum eru: Verkefnastjóri: Arnþrúður Dagsdóttir starfsmaður Þekkinganets Þingeyinga. Fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar: Ólafur Þröstur Stefánsson. Fulltrúi grunn- og leikskóla: Sólveig Jónsdóttir. Fulltrúi nýrra íbúa: Eva Humlova. Fulltrúi atvinnulífsins: Ingibjörg Björnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundi nefndarinnar. Áætlað var að nefndin myndi skila af sér stefnunni til umsagnar haustið 2019.
Lögð fram drög að fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps ásamt aðgerðaráætlun.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með stefnuna og samþykkir að hún fari í opinbert umsagnarferli á meðal íbúa sveitarfélagsins áður en hún fer til lokaafgreiðslu nefndarinnar á næsta fundi.

2. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046

Dagbjört fór yfir stöðu verkefninsins um hamingju sveitunga. Fjölbreyttir viðburðir eru áætlaðir í haust og unnið að námskeiðahaldi. Undirbúningur fyrir næstu könnun er hafinn.

3. Félagsstarf eldri borgara: 2019-2020 - 1909001

Sveitarstjóri lagði fram drög að dagskrá fyrir vetrarstarf eldri Mývetninga næsta vetur sem unnin var í samstarfi við Þórdísi Jónsdóttur og Ástu Price sem sjá áfram um starfið í vetur, einnig var leitað umsagnar hjá formanni Félags eldri borgara. Starfið síðasta vetur gekk mjög vel í nýrri aðstöðu í íþróttamiðstöð. Lagt er til að starfið verði á svipuðum nótum og áfram verði ókeypis akstursþjónusta í boði sveitarfélagsins. Jafnframt er lagt til að starfið verði á miðvikudögum.

Nefndinni líst vel á framlagða dagskrá og hvetur eldri Mývetninga til þess að taka þátt í starfinu í vetur.

4. 50 ár frá Laxárdeilunni - 1905035

Á næsta ári verða 50 ár liðin frá Laxárdeilunni og sprengingunni í miðkvísl.

Til að minnast þessara tímamóta samþykkir nefndin að skipa vinnuhóp til að halda utan um skipulagningu. Í vinnuhópnum verði fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar, umhverfisnefndar, Fjöreggs og landeigenda að Laxá.
Fulltrúi velferðar- og menningarmálanefndar og formaður vinnuhópsins er Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.

5. Bókasafnið - Framtíðarsýn - 1811053

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála hvað varðar rafræna skráningu á bókakosti bókasafns Mývatnssveitar í Landskerfi bókasafna (Gegni). Búnaður og tenging ásamt samningi við Landskerfi bókasafna var sett upp í vor. Skráning er hafin á vegum bókasafnsins og fer vel af stað.

6. Mývetningur - Vetrarstarf - 1909002

Fyrstu drög að metnaðarfullu vetrarstarfi Mývetnings lögð fram. Mývetningur mun jafnframt aðstoða við frístundastarf Reykjahlíðarskóla.

7. Strandblakvöllur - Verkáætlun - 1901039

Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við strandblakvöll. Þær hófst í annarri viku ágúst og áætlað að þeim verði lokið um miðjan september. Mývetningur aðstoðar með sjálfboðaliðavinnu. Gert var ráð fyrir framkvæmdum í fjárhagsáætlun ársins.

8. Fjárhagsáætlun: 2020-2023 - 1908002

Sveitarstjóri lagði fram vinnu- og tímaáætlunin fyrir fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára rammaáætlun 2021-2023. Áætlunin byggir á því að fyrri umræða fari fram í sveitarstjórn 23. október n.k. og seinni umræða 13. nóvember 2019.

9. NPA - Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög - 1909003

Lagðar fram leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir sveitarfélög vegna setningar reglna um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

10. Samkomulag; Aðgengi barna og ungmenna að sundlauginni að Laugum - 1901010

Lagt fram minnisblað yfir ókeypis sundferðir sem sveitarfélagið bauð upp á einu sinni í mánuði á vorönn í sundlaugina á Laugum.
Alls voru farnar 5 ferðir, þeir sem nýttu sér rútuferðirnar voru samtals 46 manns. Heildarkostnaður við rútuferðirnar var 250.000 kr. Við bætist kostnaður að upphæð 125.000 kr. samkvæmt samkomulagi við Þingeyjarsveit á ársgrundvelli um aðgengi að sundlauginni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda áfram að bjóða upp á ókeypis sundferðir í sundlaugina á Laugum einu sinni í mánuði fram að áramótum, enda rúmast það innan fjárheimildar ársins.
Jafnframt er velferðar- og menningarmálanefnd falið að útfæra aksturinn í samræmi við reynslu vorannar.

Nefndin samþykkir tillögu að útfærslu með áorðnum breytingum. Jafnframt lýsir nefndin yfir ánægju sinni með aukinn opnunartíma sundlaugarinnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur