Nýr byggingarreitur vegna fyrirhugađrar eldsneytissölu í Reykjahlíđ

  • Fréttir
  • 3. september 2019

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps fyrirhugar að eldsneytissala verði færð af miðsvæði Reykjahlíðar á fyrirhugaða lóð að Sniðilsvegi 3 fyrir starfsemina, í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar og sveitarastjórnar. Fyrirhuguð lóð er 2144 ferm. og er innan athafnasvæðis í aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir að mannvirki s.s. dælur, tankar og lítið aðstöðuhús verði innan byggingarreitsins.  

Tilgangurinn með breytingunni er geymsla og sala eldsneytis verði flutt út fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár. Jafnframt býður færslan á eldsneytisdælan upp á markvissari og umfangsmeiri uppbyggingu miðsvæðisins í Reykjahlíð en ella. Miðað er við að ítrustu mengunarvarnir verði viðhafðar með hliðsjón af viðkvæmu umhverfi þar sem aukna kröfur eru gerðar t.d. um fráveitu.

Miðað núverandi breytingu á deiliskipulagi er ný aðkoma frá þjóðvegi  í um 105-125 m fjarlægð frá gatnamótum við Múlaveg, á svæði með hámarkshraða 50 km/klst og skerði ekki umferðaröryggi. Færsla starfseminnar á þennan reit er talin hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.

Í samræmi við samþykktir skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Skútustaðahrepps er vakin athygli á því að fyrirhuguð lóð er nú laus til umsóknar. Sækja skal um lóðina til skipulagsfulltrúa á netfangið gudjon@skutustadahreppur.is.

Sveitarfélagið er jafnframt opið fyrir tillögum að öðrum staðsetningum fyrir eldsneytissölu utan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, við þjóðveginn. Um þróunarverkefni yrði að ræða í samstarfi við sveitarfélagið.

Umsóknir um lóðina og hugmyndir að öðrum staðsetningum fyrir eldsneytissölu verða teknar fyrir á reglulegum fundi skipulagsnefndar 15. október n.k. en umsóknir þurfa að berast í seinasta lagi 11. október n.k. kl. 11.00.

Óskað er eftir að með umsókninni fylgi greinargerð/teikningar með hugmyndum um framtíðar uppbyggingu;

a) á lóðinni á Sniðilsvegi 3

b) eða á annarri lóð utan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, við þjóðveginn, þ.e. ef slík hugmynd er fyrir hendi.

Umsækjendur geta jafnframt óskað eftir því að fá að kynna hugmyndirnar á fundi skipulagsnefndar þegar umsóknirnar verða teknar fyrir. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna hvaða umsókn sem er.

Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi í tölvupósti eða í síma.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Skólafréttir / 29. maí 2020

Skólalok

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Fréttir / 8. maí 2020

Íţróttakennari óskast

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar