Sveitarstjórapistill nr. 58 kominn út - 29. ágúst 2019

  • Fréttir
  • 29. ágúst 2019

Þá er komið að fyrsta sveitarstjórapistli eftir sumarfrí, nr. 58 sem kemur út í dag 29. ágúst 2019 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær.

Pistillinn er efnismikill, m.a. er fjallað um sameiginlega umsögn vegna sameiningarmála, heimsókn KSÍ í Mývatnssveit, sameiginlegan starfsmannadag, þarf hótel sem búið er að reka í þrjú ár að fara í umhverfismat?, sveitarstjórn mótmælir að engin vetrarþjónusta verður á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur, Jarðböðin fari ekki í umhverfismat, Lýðheilsugöngur á miðvikudögum í september, eldsneytissala verður færð af miðsvæði Reykjahlíðar, áfram boðið upp á ókeypis sundferðir á Laugar, setning Reykjahlíðarskóla, Réttardagur, strandblakvöllur o.fl.

 

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr. 58 - 29. ágúst 2019


Deildu ţessari frétt