Ný Menningarstefna Skútustađahrepps 2019-2022

  • Fréttir
  • 14. júní 2019

Á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps 13. júní 2019 voru lögð fram lokadrög að endurskoðaðri Menningarstefnu Skútustaðahrepps 2019-2022 sem velferðar- og menningarmálanefnd hefur unnið að undanfarna mánuði. Stefnan fór í opinbert umsagnarferli og barst engin athugasemd. Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að menningarstefnan verði samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkti menningarstefnuna samhljóða og lýsir yfir ánægju sinni með stefnuna. 

Stefnuna má nálgast hér að neðan:

 

Menningarstefna Skútustaðahrepps 2019-2022


Deildu ţessari frétt