Sveitarstjórapistill nr. 56 kominn út - 14. júní 2019

  • Fréttir
  • 14. júní 2019

Sveitarstjórapistill nr. 56 er kominn út í dag 14. júní í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í gær.

Í fjölbreyttum pistli er að þessu sinni fjallað um samstarfsnefnd sem kannar ávinning af sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, framkvæmdir við leikskólann, nýtt viðburðardagatal í Mývatnssveit, sjálfboðaliða sem stinga niður skógarkerfil, kvennahlaupið, hátíðarhöld 17. júní, samið við Húsheild um byggingu svartvatnstanks á Hólasandi, héraðsvegi sem ógna umferðaröryggi, nýjar götumerkingar í Reykjahlíð, flokkunarílát sem fjölgað verður við ferðamannastaði, nýja menningarstefnu sveitarfélagsins, skólaslit Reykjahlíðarskóla og margt fleira.

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr. 56 - 16. júní 2019


Deildu ţessari frétt