21. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 13. júní 2019

21. fundur sveitarstjórnar haldinn  að Hlíðavegi 6, 13. júní 2019 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson oddviti, Elísabet Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Böðvarsson varaoddviti, Halldór Þorlákur Sigurðsson aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

       Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að eftirfarandi mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum:
1906004 - Samningur um sérstakt eftirlit með Kröflulínu 3
1903032 - Þátttaka í íbúasamráðsverkefni með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarbæjar
1906012 - Áskorun til Vegagerðarinnar - Lagfæring á héraðsvegum
1612009 - Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá undir dagskrárliðum nr. 8, 9, 10 og 15 og færast aðrir liðir til sem því nemur.

1. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga - 1905032

Aðdragandi
Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa átt í miklu samstarfi sín á milli síðustu ár. Sveitarfélögin eiga með sér formlegt samstarf um skipulags- og byggingamál og brunavarnamál og eru auk þess aðilar að ýmsum samstarfsverkefnum.
Í Skútustaðahreppi búa um 500 íbúar og í Þingeyjarsveit rúmlega 900 íbúar. Sveitarfélögin liggja saman og eiga margt sameiginlegt, sé litið til viðfangsefna, atvinnulífs og mannlífs. Að mati sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar gætu falist tækifæri í því að sameina sveitarfélögin tvö í eitt öflugra sveitarfélag. Fulltrúar sveitarfélaganna hafa átt viðræður um að skipuð verði nefnd til að kanna kosti hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaganna tveggja. Slík nefnd fengi það hlutverk að kortleggja hugsanlegan ávinning, veikleika og helstu viðfangsefni slíkrar endurskipulagningar í víðtæku samráði við íbúa.
Við undirbúning málsins var leitað eftir ráðgjöf RR ráðgjafar sem hefur sinnt verkefnastjórn og annarri ráðgjöf við verkefnið Sveitarfélagið Austurland og undirbúning sameiningar Garðs og Sandgerðisbæjar, sem nú ber heitið Suðurnesjabær. Þá hafa ráðgjafar RR ráðgjafar reynslu af sameiningu annarra sveitarfélaga.
Í júlí 2017 kom út skýrslan Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga sem unnin var að beiðni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í skýrslunni komu fram nokkuð afgerandi tillögur meðal annars um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga í framtíðinni. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur markað þá stefnu að innan fárra ára verði ekkert sveitarfélag á Íslandi með færri en 1.000 íbúa. Ráðherra kynnti stefnu sína á Landsþingi sambands íslenskra sveitarfélaga í október 2018 og hefur fylgt henni eftir með skipan nefndar um framtíð sveitarstjórnarstigsins. Sú nefnd hefur nýlega kynnt svokallaða Grænbók þar sem almenningi og hagsmunaaðilum er boðið að leggja fram sín sjónarmið um álitaefni, viðfangsefni og framtíðarsýn sem nýst gætu í stefnumótuninni. Á haustdögum er fyrirhugað aukaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumörkunina.
Fulltrúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa átt fundi með fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að fá upplýsingar um aðkomu ráðuneytisins og stuðning Jöfnunarsjóðs við verkefnið. Verði tekin ákvörðun um að skipa nefnd um mögulega sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga, þá mun Jöfnunarsjóður veita framlög sem munu standa undir kostnaði við verkefnið.
Að mati sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar er skynsamlegt að sveitarfélögin hefji formlegar sameiningarviðræður sem munu leiða til þess að tillaga um sameiningu verði lögð fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu. Á þann hátt er valdið sett í hendur íbúanna. Tillagan verður unnin með virkri þátttöku íbúa m.a. á íbúafundum þar sem tekin verður umræða um tækifæri og áskoranir sem geta falist í sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Hlutverk kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélaganna er að undirbúa tillöguna eins vandlega og kostur er og kynna verkefnið svo íbúar geti tekið upplýsta ákvörðun. Í því ljósi er eftirfarandi tillaga lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórnum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

Tillaga fyrir sveitarstjórnir
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir samhljóða að sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar skipi þrjá fulltrúa hvort sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórar skulu hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétt á fundum samstarfsnefndar, en lagt er til að Róbert Ragnarsson hjá RR ráðgjöf verði verkefnisstjóri.
Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna leiði til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum slagkrafti við að ná árangri í byggða-, atvinnu- og samgöngumálum.
Stefnt skal að því að samstarfsnefnd skili áliti sínu til sveitarstjórna fyrir lok árs 2020. Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.
Tillaga þessi er lögð fram í kjölfar viðræðna fulltrúa sveitarfélaganna og samráðs við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps skipar Helga Héðinsson oddvita, Ragnhildi Hólm Sigurðardóttur og Halldór Þorlák Sigurðsson til setu fyrir sína hönd sem aðalmenn í samstarfsnefnd og Friðrik Jakobsson og Elísabet Sigurðardóttur til vara.
Sveitarstjórum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar er falið að boða samstarfsnefnd til fyrsta fundar, þar sem nefndin skiptir með sér verkum. Stefnt er að kynningarfundum þann 20. júní, kl. 17.00 í félagsheimilinu Skjólbrekku í Skútustaðahreppi og í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit kl. 20.00. Á fundunum verður ferli verkefnisins kynnt og íbúum gefst tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri strax í upphafi.

2. Fráveitumál - Útboð á byggingu safntanks á Hólasandi - 1905033

Sigurður Guðni Böðvarsson vék af fundi vegna vanhæfis og Alma Dröfn Benediktsdóttir varamaður tók sæti hans.
Þann 24. maí s.l. voru opnuð tilboð í byggingu safntanks fyrir svartvatn á Hólasandi. Tvö tilboð bárust:
Tilboð 1: HHS vertakar 176.969.250 kr.
Tilboð 2: Húsheild ehf 144.351.000 kr.
Kostnaðaráætlun var 120.131.950 kr.
Skýringarviðræður voru haldnar með fulltrúum Húsheildar hf. þann 28. maí s.l. Niðurstaða þeirra viðræðna var að minnka tankinn og endurskoða magnskrá. Út frá þeim forsendum liggur fyrir tilboð upp á 109,8 m.kr.

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Húsheild á grundvelli skýringarviðræðnanna en upphæðin, 109,8 m.kr. er innan fjárheimildar samkvæmt samkomulagi Skútustaðahrepps við umhverfis- og auðlindaráðuneytið vegna verkefnisins.

3. Skútustaðahreppur Menningarstefna - 2019-2022 - 1808042

Alma Dröfn vék af fundi og Sigurður Guðni tók sæti sitt á ný.
Lögð fram lokadrög að endurskoðaðri Menningarstefnu Skútustaðahrepps 2019-2022 sem velferðar- og menningarmálanefnd hefur unnið að undanfarna mánuði. Stefnan fór í opinbert umsagnarferli og barst engin athugasemd. Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að menningarstefnan verði samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkir menningarstefnuna samhljóða og lýsir yfir ánægju sinni með stefnuna.

4. Umhverfisstefna Skútustaðahrepps: Endurskoðun - 1611044

Málinu frestað þar sem fundur umhverfisnefndar féll niður.

5. Klappahraun - íbúðir - 1809008

Sigurður Guðni vék af fundi vegna vanhæfis og Alma Dröfn tók sæti hans.
Lagður fram kaupsamningur við Hrútfell ehf. (Húsheild) við Skútustaðahrepp vegna kaupa á þremur nýjum raðhúsaíbúðum að Klappahrauni 16, þ.e. tveimur 106 ferm og einni 68 ferm. Tvær íbúðirnar voru inni á fjárhagsáætlun ársins. Samþykkt var á sveitarstjórnarfundi 13. mars s.l. að kaupa þriðju íbúðina, sem er 106 fm, sem fjármögnuð er að mestu með sölu á Birkihrauni 9. Lagt er til að mismunurinn upp á tæpar 5 m.kr. verði fjármagnaður með því að fresta liðum 21 og 22 í fjárfestingaáætlun 2019 til ársins 2020 og nýta fjármagnið, alls 6,5 m.kr., í kaup á íbúðinni.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

6. Sparisjóður Suður-Þingeyinga: Stofnfjáraukning - 1708003

Sigurður Guðni kom aftur inn á fundinn og tók við stjórn hans þar sem Helgi Héðinsson vék af fundi vegna vanhæfis. Alma Dröfn sat áfram undir þessum lið.
Borist hefur erindi frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga þar sem kynnt er heimild stjórnar frá nýliðnum aðalfundi sjóðsins til aukningar á stofnfé um 80 milljónir króna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2018, alls 81.600 kr., verði ráðstafað til aukningar stofnfjár.

7. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Helgi tók sæti sitt á ný og tók við stjórn fundarins, Alma Dröfn vék af fundi.
Lögð fram fundargerð frá 29. forstöðumannafundi dags. 28. maí 2019.

8. Samningur um sérstakt eftirlit með Kröflulínu 3 - 1906004

Lagður fram samningur um sérstakt eftirlit Umhverfisstofnunar (UST) með framkvæmdum Landsnets vegna framkvæmda við Kröflulínu 3. Sveitarfélögin Skútustaðahreppur, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshreppur fara með eftirlit skv. skipulagslögum nr. 123/2010 um að eftirlit Umhverfisstofnunar fari fram með þeim hætti sem tilgreint er í samningi þessum.
Framkvæmdir við Kröflulínu 3 eru framkvæmdaleyfisskyldar skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og leyfisveitendur eru viðkomandi sveitarfélög. Samkvæmt 15. gr. reglugerðarinnar hefur skipulagsfulltrúi í umboði sveitarstjórnar reglulegt eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum og að þær séu í samræmi við útgefin leyfi. Skipulagsfulltrúi er tengiliður viðkomandi sveitarfélags og skal tilkynna honum ef ætla má að verkefni stofnunarinnar og sveitarfélagsins skarist eða ef stofnunin telur ástæðu til að koma á framfæri ábendingum er varða framkvæmdaleyfið.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

9. Þátttaka í íbúasamráðsverkefni með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarbæjar - 1903032

Með bréfi dagsettu 28. febrúar s.l. var sveitarfélögum gefinn kostur á að sækja um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar. Sveitarstjórn Skútustaðahreppi samþykkti á 16. fundi sínum þann 27. mars s.l. að sækja um þátttöku í verkefninu.
Í bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 28. maí 2019 kemur fram að samráðshópur nú valið þrjú sveitarfélög til að taka þátt í verkefninu og er Skútustaðahreppur ekki eitt á meðal þeirra.

10. Áskorun til Vegagerðarinnar - Lagfæring á héraðsvegum - 1906012

Lögð fram tillaga að eftirfarandi bókun:
Í Umferðaröryggisáætlun Skútustaðahrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn 23. mars s.l. og hefur verið kynnt fyrir Vegagerðinni, kemur fram í kafla undir héraðsvegum að gera þarf verulegt átak í að lagfæra héraðsvegi í sveitarfélaginu. Staðan núna er þannig að nokkrir af héraðsvegunum, eins og t.d. Baldursheimsveg og í Heiði, eru orðnir svo bágbornir að þeir hafa verið nánast óökuhæfir um skeið og bílar skemmst. Ástandið er með þeim hætti að umferðaröryggi á héraðsvegunum er stórlega ógnað.
Að mati sveitarstjórnar er ástandið ólíðandi og skorar á Vegagerðina að hefla héraðsvegina mun oftar eins og skýrt er kveðið á um í Umferðaröryggisáætluninni. Þá er óskað eftir samtali við Vegagerðina um uppbyggingu og viðhald héraðsvega til lengri tíma.

Bókunin samþykkt samhljóða.

11. Stofnun Árna Magnússona - Leiðbeiningar um nafngiftir - 1905031

Lagðar fram leiðbeiningar frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra.

12. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

13. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1809010

Lögð fram fundargerð 10. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags 4. júní 2019. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Liður 1, Skútustaðahreppur Menningarstefna - 2019-2022, hefur þegar verið afgreiddur í þessari fundargerð undir lið 3.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

14. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Afgreiðslu frestað þar sem fundur umhverfisnefndar féll niður.

15. Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir - 1612009

Lögð fram fundargerð 3. fundar landbúnaðar- og girðinganefndar 31. maí 2019. Fundargerðin er í fjórum liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina samhljóða.

16. Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1611037

Lögð fram 36. fundargerð frá Samtökum orkusveitarfélaga dags. 17. maí 2019.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Nýjustu fréttir

49. fundur

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

COVID-19

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

KLÓSETT VINIR

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Athugiđ- Bókasafn Mývatnssveitar

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2020