9. fundur

  • Skóla- og félagsmálanefnd
  • 15. maí 2019

9. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 15. maí 2019 og hófst hann kl. 13:30

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður, Arnar Halldórsson Varaformaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður, Sylvía Ósk Sigurðardóttir aðalmaður, Helgi Arnar Alfreðsson aðalmaður, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri, Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Bernadetta Kozaczek  fulltrúi foreldrafélagsins og Auður Jónsdóttir fulltrúi kennara.

Fundargerð ritaði:  Alma Dröfn Benediktsdóttir, formaður

       Dagskrá:

1. Reykjahlíðarskóli - Lestrarstefna - 1903020

Skólastjóri kynnti lestrarstefnu Reykjahlíðarskóla en þar er að finna skipulag lestrarnáms fyrir alla árganga í Reykjahlíðarskóla, auk þess eru hugmyndir sem má nýta í heimalestrarþjálfun.

Lestrarstefnan var send foreldrum til umsagnar. Ábending kom frá einu foreldri sem var bætt í stefnuna.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með lestrarstefnuna og samþykkir hana samhljóða.

2. Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál - 1705004

Skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála í Reykjahlíðarskóla fyrir næsta skólaár.

Vel hefur gengið að ráða starfsfólk og því lítur næsti vetur vel út.

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með stöðu mála.

3. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Formaður fór yfir drög að umbótaáætlun fyrir Reykjahlíðarskóla í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar vorið 2019. Umbótaáætlunin var unnin af Tröppu ehf. í samráði við skólastjóra.

Nefndin samþykkir umbótaáætlunina samhljóða og lýsir yfir ánægju með áætlunina og samstarfið við Tröppu ehf.

4. Reykjahlíðarskóli - Skólastarf; kennslufjöldi og starfsmannaþörf 2019-2020 - 1903023

Framhald frá síðasta fundi. Skólastjóri fór yfir skólastarfið framundan.

5. Útikennslusvæði leik- og grunnskóla - 1902023

Framhald frá fundi nefndarinnar 20. febrúar s.l.
Samkvæmt skólastefnu Skútustaðahrepps er gert ráð fyrir að skoðað verði með útikennslusvæði fyrir Reyjahlíðarskóla og leikskólann Yl í samráði við landeigendur sem hafa tekið vel í þessar hugmyndir. Samþykkt var að mynda stýrihóp til að halda utan um verkefnið í samráði við skólastjóra og leikskólastjóra. Stýrihópinn skipa: Helgi Arnar Alfreðsson formaður, Eydís Kristjánsdóttir og Sandra Haraldsdóttir.
Helgi Arnar fór yfir stöðu mála og kynnti hugmyndir stýrihópsins. Næsta skref er að hópurinn og sveitarstjóri skili inn minnisblaði um áætlun.

6. Leikskólinn Ylur: Starfsáætlun og skóladagatal 2019-2020 - 1905007

Leikskólastjóri fór fyrir starfsáætlun og skóladagatal skólaárið 2019-2020.
Næsta starfsár verða börnin í leikskólanum 28 talsins. Í árgangi 2014 verða 6 börn á Blásteini, í árgöngum 2015 og 2016 verða 14 börn á Mánadeild og í árgöngum 2017 og 2018 verða 8 börn á Stjörnudeild. Kennarar í leikskólanum hafa rétt á þremur skipulagsdögum og einum starfsdegi á ári. Leikskólinn er þá lokaður. Þeir verða dagana 12. sept. 18. okt og 2. mars einn skipulagsdag vantar inn en látið verður vita af honum með minnst mánaðar fyrirvara. Einnig er leikskólinn með fimm 4 klst. starfsmannafundi næsta skólaár og þá lokar leikskólinn kl. 12:30. Þessir dagar verða notaðir til fræðslu og til að undirbúa skólastarfið. Dagarnir eru 23. ágúst, 20. nóv, 13. jan, 06. apríl og 25. maí.

Nefndin samþykkir skipulag skólastarfsins næsta vetur fyrir sitt leyti og lýsir ánægju sinni yfir að skólarnir séu að vinna að samræmingu starfsdaga. Jafnframt leggur hún áherslu á að reynt verði að vinna að frekari samræmingu eins og hægt er.

7. Leikskólinn Ylur: Starfsmannamál - 1705007

Leikskólastjóri fór fyrir starfsmannamál næsta skólaár. Þau líta betur út og er vonast til að ráðið verði í tvær nýjar stöður á næstunni. Hins vegar vantar að ráða í stöðu deildarstjóra í eitt ár vegna námsleyfis og er búið að auglýsa.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur

Sveitarstjórn / 25. mars 2020

36. fundur

Sveitarstjórn / 11. mars 2020

35. fundur

Skipulagsnefnd / 5. mars 2020

21. fundur

Ungmennaráđ / 20. febrúar 2020

3. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. mars 2020

16. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. mars 2020

8. fundur

Sveitarstjórn / 26. febrúar 2020

34. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. febrúar 2020

15. fundur

Umhverfisnefnd / 19. febrúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 18. febrúar 2020

20. fundur

Sveitarstjórn / 4. febrúar 2020

33. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. febrúar 2020

15. fundur

Ungmennaráđ / 28. janúar 2020

2. fundur

Ungmennaráđ / 16. janúar 2020

1. fundur

Sveitarstjórn / 22. janúar 2020

32. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. janúar 2020

14. fundur

Skipulagsnefnd / 14. janúar 2020

19. fundur