11. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 14. maí 2019

11. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Hlíðarvegi 6, 14. maí 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Hinrik Geir Jónsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Guðjón Vésteinsson embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

 Dagskrá:

1. Deiliskipulagsbreyting Reykjahlíðar, lóð við Múlaveg - 1903017

Tekið fyrir að nýju erindi Skútustaðahrepps þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf dagsett dags. 13. mars 2019 vegna breytinga á skilmálum um lóðina Múlaveg 11 um að þar megi byggja hvort sem er einbýlishús eða parhús og mænisstefnu á íbúðarlóðum við Múlaveg 5, 7, 9 og 11 er breytt í samræmi við núverandi hús á lóðum 5 og 9. Einnig er afmörkuð lóð nr. 4 við götu b (nú Sniðilsvegur) fyrir dælubrunn og dæluhús fyrir fráveitumannvirki.
Sveitarstjórn staðfesti á fundi sínum þann 27. mars s.l. að um minniháttar breytingu á skipulagi væri að ræða og fól skipulagsfulltrúa málsmeðferð.
Fyrirhuguð óveruleg breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar var grenndarkynning fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fór fram frá 8. apríl til og með 6. maí og bárust engar athugasemdir við breytingartillöguna.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar verði samþykkt þar sem ekki komu athugasemdir í grenndarkynningu. Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

2. Landsnet - Ósk um gerð deiliskipulags á Hólasandi - 1901015

Tekið fyrir að nýju erindi frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags 11. janúar 2019 þar sem óskað var eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010 um að Landsnet láti vinna á sinn kostnað tillögu að deiliskipulagi fyrir nýju tengivirki á Hólasandi. Tengivirkið er í tengslum við lagningu Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu milli Akureyrar og Hólasands.
Þann 23. janúar 2019 samþykkti sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags. Skipulagslýsingin var kynnt fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins og var athugasemdafrestur frá 31. janúar 2019 til 21. febrúar 2019. Athugasemdir/umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Landsvirkjun, Minjastofnun, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Landgræðslunni, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Á fundi skipulagsnefndar þann 16. apríl var uppfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir tengivirki Hólasandi, greinargerð og skipulagsuppdráttur dags. 10. apríl 2019 frá Verkís kynnt. Í uppfærðri tillögu hafði verið tekið mið af athugasemdum/umsögnum sem bárust. Skipulagsfulltrúa var falið að kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Tillagan var kynnt á opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 13. maí 2019.

Engar athugasemdir komu fram við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir tengivirki á Hólasandi á opnum kynningarfundi sem haldinn var.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tengivirki á Hólasandi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg - 1905010

Erindi frá Þorsteini Gunnarssyni f.h. Skútustaðahrepps dags. 13.05.2019 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg frá Reykjahlíð og suður fyrir Voga. Meðfylgjandi eru lang- og þversnið af fyrirhuguðum stíg.
Stígurinn er um 3 km langur og mun liggja meðfram vegi nr. 848 að mestu en meðfram þjóðvegi 1 að hluta. Fyrirhugaður stígur verður að mestu lagður í núverandi lagnaleið.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn vegna lagningu göngu- og hjólastígs frá Reykjahlíð og suður fyrir Voga verði samþykkt þegar leyfi Umhverfisstofnunnar og Vegagerðarinnar liggur fyrir. Jafnframt leggur nefndin til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Agnes sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Pétur og Hinrik tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis og Margrét Halla kom inn á fundinn undir málinu.

4. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Sandskarðsnámu - 1905009

Tekið fyrir erindi frá stjórn Landeigenda í Vogum dags. 08.05.2019 f.h. landeigenda í Voga þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Sandskarðsnámu. Sótt er um efnistöku á allt að 50.000 m3 á innan við 25.000 m2 svæði samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Fyrirhugað efnistökusvæði er merkt með númeri 377-E á gildandi aðalskipulagi og er fyrirhuguð efnistaka í samræmi við gildandi skipulag.

Hinrik vék af fundi vegna vanhæfis og Margrét Halla tók sæti hans.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Skútustaðahrepps farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin telur að fyrirhuguð efnistaka úr Sandskarðsnámu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13. -16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð - verslun og þjónusta - 1903015

Tekið fyrir að nýju erindi frá fundi nefndarinnar þann 19. mars 2019 þar sem rætt var um sjálfsafgreiðslustöð með eldsneyti á lóðinni að Hraunvegi 10 í Reykjahlíð og hugmyndir um framtíðarskipulag. Skipulagsnefnd fjallaði um að bensínafgreiðsla myndi ekki rúmast á miðsvæðinu miðað við tillögur að skipulagi svæðisins sem miða að því að skapa heildstæða og jákvæða miðbæjarmynd. Þá samþykkti nefndin að skipulögð yrði ný lóð fyrir bensínafgreiðslu í Reykjahlíð.

Skipulagsfulltrúi fór yfir tillögur sem fram hafa komið vegna skipulags við nýja lóð fyrir eldsneytissölu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gera breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar þar sem stofnuð verður ný lóð að Sniðilsvegi 3 fyrir eldsneytissölu. Einnig verði stærðir á lóðum að Múlavegi 2 og 4 leiðréttar í samræmi við gildandi lóðarblöð.

6. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir helstu verkefni þeirra.

Undir liðnum var m.a. fjallað um gáma innan sveitarinnar sem ekki eru á stöðuleyfi. Skipulagsfulltrúi mun vekja athygli á málinu á meðal íbúa.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:33


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 14. janúar 2021

52

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. janúar 2021

23. fundur

Umhverfisnefnd / 30. nóvember 2020

18. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 18. nóvember 2020

21. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 11. desember 2020

9. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 21. desember 2020

22. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar II/II

Sveitarstjórn / 16. desember 2020

51. fundur

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

29. fundur skipulagsnefndar I/II

Atvinnumálanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Atvinnumálanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Atvinnumálanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. september 2020

12. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Atvinnumálanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Atvinnumálanefnd / 5. nóvember 2020

15. fundur

Atvinnumálanefnd / 11. desember 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 9. desember 2020

50. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2020

49. fundur sveitarstjórnar

Skipulagsnefnd / 17. nóvember 2020

28. fundur skipulagsnefndar

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. nóvember 2020

21. fundur

Umhverfisnefnd / 11. nóvember 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 11. nóvember 2020

48. fundur sveitarstjórnar

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 27. október 2020

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. október 2020

Skóla- og félagsmálanefnd

Sveitarstjórn / 28. október 2020

47. fundur

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur