Hólasandur –Safntankur svartvatns
Skútustaðahreppur óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og byggingu safntank svartvatns á Hólasandi norðan Mývatns. Tankurinn er að mestu niðurgrafinn og alfarið steinsteyptur. Verkstaður er um 13 km norðan Reykjahlíðar.
Helstu magntölur:
Steinsteypa 650 m3
Steypumót 2.500 m2
Bendistál 100.000 kg
Holplötur 600 m2
Verkið skal klárast að fullu fyrir 30. september 2019.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá kl. 12:00 föstudaginn 10. maí 2019. Til að fá útboðsgögnin þarf að senda upplýsingar um nafn fyrirtækis, forráðamann, netfang og síma til Snævarrs Arnar Georgssonar – á póstfangið: snaevarr.georgsson@efla.is. Tilboðum skal skila til EFLU verkfræðistofu, Glerárgötu 32, 600 Akureyri (3. hæð), eigi síðar en föstudaginn 24. maí 2019 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska.
Skútustaðahreppur