ÁHERSLUR VIĐ UPPRĆTINGU KERFILS OG LÚPÍNU

  • Fréttir
  • 7. maí 2019

Starfshópur Skútustaðahrepps um ágengar plöntur hefur kortlagt gróflega útbreiðslu skógarkerfils og alaskalúpínu og afmarkað áherslusvæði. Til að byrja með leggur hópurinn áherslu á að uppræta plöntur innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og á svæðum með sérstæðum jarðmyndunum. Einnig er áhersla á svæði þar sem vélum verður við komið og þar sem plöntur eru fáar og uppræting því auðveld. Njóli og þistill eru einnig á verkefnalista en kortlagning og útfærsla aðgerða bíður betri tíma. Teknar hafa verið saman upplýsingar um áhrifaríkar aðferðir við upprætingu, heppilega tímasetningu og fleira gagnlegt. Sjá upplýsingar um alaskalúpínu, skógarkerfil, þistil og njóla.

Starfshópurinn átti fund með Þorsteini Gunnarssyni, sveitarstjóra og Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur, formanni umhverfisnefndar, mánudaginn 6. maí og gerði grein fyrir störfum sínum hingað til. Hópurinn hitti einnig í upplýsingaskyni fulltrúa í umhverfisnefnd í upphafi reglulegs fundar þeirra.

Starfshópurinn mun á næstu dögum senda erindi til eigenda og umráðamanna lands þar sem kerfil og lúpínu er að finna. Tilgangurinn er að koma á formlegu sambandi við þá um verkefnin framundan. Sem fyrr óskar starfshópurinn eftir upplýsingum frá þeim er láta sig málið varða og kunna að búa yfir gagnlegum upplýsingum, til dæmis um útbreiðslu lúpínu, kerfils, njóla eða þistils.

Hafa má samband við eftirtalda:

Siggi á gautlond@simnet.is eða í síma 897-7811,

Daði á dadi@land.is eða í síma 894-4215

Davíð á myvatn@ust.is eða í síma 822-4039.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. september 2019

Íbúasamráđ vegna fjárhagsáćtlunar

Fréttir / 17. september 2019

8848 ástćđur til ţess ađ gefast upp

Fréttir / 3. september 2019

Tímabundin lokun ađgengis í Höfđa

Fréttir / 22. ágúst 2019

Dagskrá 23. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 19. ágúst 2019

Frá Íţróttamiđstöđ Skútustađahrepps

Fréttir / 19. ágúst 2019

Frá Íţróttamiđstöđinni á Laugum