┴gengar tegurndir - UpprŠting Kerfils, Ůistils og Njˇla

  • Sk˙tusta­ahreppur
  • 7. maÝ 2019

Starfshópur Skútustaðahrepps um ágengar plöntur hefur kortlagt gróflega útbreiðslu skógarkerfils og alaskalúpínu og afmarkað áherslusvæði. Til að byrja með leggur hópurinn áherslu á að uppræta plöntur innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og á svæðum með sérstæðum jarðmyndunum. Einnig er áhersla á svæði þar sem vélum verður við komið og þar sem plöntur eru fáar og uppræting því auðveld. Njóli og þistill eru einnig á verkefnalista en kortlagning og útfærsla aðgerða bíður betri tíma. Teknar hafa verið saman upplýsingar um áhrifaríkar aðferðir við upprætingu, heppilega tímasetningu og fleira gagnlegt.

Sjá upplýsingar um alaskalúpínu, skógarkerfil, þistil og njóla.

 

 


Deildu ■essari frÚtt

AđRAR S═đUR