Vel heppnuđ árshátíđ

  • Fréttir
  • 30. mars 2019

Fyrsta árshátíð Skútustaðahrepps, í mörg ár, var haldin síðasta föstudag á Hótel Laxá. Veðrið setti strik í reikninginn, en alls mættu um 40 starfsmenn sveitarfélagsins og makar og skemmtu sér vel. Ákveðið var að færa starfsfólki sem hefur unnið í áratugi fyrir Skútustaðahrepp, þ.e. 20+, 30+ og 40+ ár, þakklætisvott fyrir farsælt starf í þágu sveitarfélagsins. Þetta voru systkinin Guðrún S. og Karl Þorsteinsbörn, en þau hafa yfir sumartímann hirt um Höfða undanfarin 29 ár, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri sem hefur unnið hjá sveitarfélaginu í 36 ár, Auður Jónsdóttir grunnskólakennari sem hefur unnið hér í 33 ár og Ingi Þór Yngvason minka- og refaskytta sem hefur unnið fyrir sveitarfélagið í 43 ár. Árshátíðarnefndinni eru færðar bestu þakkir fyrir góðan undirbúning, þeim Margréti Höllu, Sylvíu Ósk og Ingunni.

Mynd:

Frá árshátíð Skútustaðahrepps þar sem sveitarstjóri afhenti starfsfólki sem hafði unnið í áratugi hjá sveitarfélaginu þakklætisvott. Frá vinstri: Þorsteinn sveitarstjóri, Ingi Þór, Sólveig, Auður, Karl og Guðrún.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um menningarstefnu

Fréttir / 8. maí 2019

Hólasandur- Safntankur svartvatns

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 24. apríl 2019

Dagskrá 18. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings