8. fundur

  • Skóla- og félagsmálanefnd
  • 21. mars 2019

8. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 20. mars 2019 og hófst hann kl. 13:30

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður, Sylvía Ósk Sigurðardóttir aðalmaður, Helgi Arnar Alfreðsson aðalmaður, Linda Björk Árnadóttir varamaður, Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri, Garðar Finnsson fulltrúi foreldrafélagsins, Auður Jónsdóttir fulltrúi kennara  og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

       Dagskrá:

1. Menntamálastofnun - Ytra mat á Reykjahlíðarskóla 2019 - 1811020

Lagt fram ytra mat Menntamálastofnunar á Reykjahlíðarskóla. Í ytra mati felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknir úttektaraðila og viðtöl við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Ytra mat á grunnskólum er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á hverju ári eru tíu grunnskólar metnir. Ytra mat er grundvallað á lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðum um mat og eftirlit og þriggja ára áætlunum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir á þessu skólastigi.

Í ytra matinu kemur fram margt mjög jákvætt um skólastarf Reykjahlíðarskóla. Jafnframt koma fram góðar ábendingar um tækifæri sem blasa við til að efla faglegt starf skólans til framtíðar.
Skýrslan verður kynnt fyrir kennurum Reykjahlíðarskóla, skólaráði, stjórn foreldrafélagsins, skólanefnd og sveitarstjórn næsta mánudag.
Nefndin samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að leitað verði til Tröppu ehf. til að gera umbótaáætlun fyrir Reykjahlíðarskóla og sjá um eftirfylgni.

2. Reykjahlíðarskóli - Skólastarf; kennslufjöldi og starfsmannaþörf 2019-2020 – 1903023

Skólastjóri lagði fram minnisblað um skipulag skólastarfs næsta skólaár, áætlaðan kennslufjölda og starfsmannaþörf. Gert er ráð fyrir fjölgun nemenda úr 35 í 43, vikulegur kennslustundafjöldi verði óbreyttur, kennslustundamagn fyrir allan skólann verði 165 kennslustundir á viku og 10 kennslustundir til sérkennslu. Samtals 175 kennslustundir á viku. Áfram verði boðið upp á gjaldfrjálsa frístund að loknum skóladegi í samstarfi við Mývetning en þar vantar tvo starfsmenn. Miðað við núverandi upplýsingar vantar kennara í 1,5 til 2 stöðugildi. Gert er ráð fyrir stuðningsfulltrúa í 70% starf og námsráðgjafa í 10% starf.

Nefndin samþykkir skipulag skólastarfs næsta vetur fyrir sitt leyti en hefur áhyggjur af litlu framboði af leiguhúsnæði fyrir starfsfólk.
Linda fór af fundi.

3. Reykjahlíðarskóli - Skóladagatal 2019-2020 – 1903019

Skólastjóri lagði fram tillögu að skóladagatali skólaárið 2019-2020 fyrir Reykjahlíðarskóla.

Nefndin samþykkir skóladagatalið.

4. Reykjahlíðarskóli - Lestrarstefna - 1903020

Skólastjóri lagði fram drög að lestrarstefnu Reykjahlíðarskóla. Stefnan hefur farið í rýni til Menntamálastofnunar.

Stefnan verður kynnt fyrir skólaráði og foreldrum og lagt svo að nýju fyrir á næsta fundi skóla- og félagamálanefndar til staðfestingar.

5. Tónlistarskóli: Skólastarf - 1801014

Sveitarstjóri og skólastjóri fóru yfir hugmyndir að starfsemi Tónlistarskóla Mývatnssveitar á næsta skólaári.

6. Velferðarvaktin - Skólasókn og skólaforðun - 1903021

Lögð fram könnun Velferðarvaktarinnar á meðal skólastjórnenda á umfangi og ástæðum fjarvista nemenda úr grunnskólum og möguleikum til þess að bregðast við þeim.

7. Útisvæði leik- og grunnskóla - 1902023

Leikskólastjóri fór yfir stöðu leikskólalóðarinnar vegna framkvæmda við stækkun leikskólans í sumar. Ljóst er að leikskólalóðin minnkar talsvert við framkvæmdirnar og færa þarf 2-3 leiktæki.

Nefndin leggur áherslu á að samhliða stækkun leikskólans verði leikskólalóðin stækkuð til frambúðar.

Þuríður fór af fundi.

8. Leikskólinn Ylur - Þróun barnafjölda og stöðugildi 2019-2020 - 1903022

Leikskólastjóri fór yfir þróun barnafjölda og stöðugildi skólaárið 2019-2020. Fyrirsjáanlegt er að tveir starfsmenn hætta eftir sumarfrí í samtals 1,3 stöðugildi auk þess sem leikskólinn er undirmannaður í dag. Því vantar að manna 2-2,5 stöðugildi næsta vetur. Sjö börn fara upp í grunnskólann næsta vetur og verða að lágmarki 26 börn í leikskólanum næsta vetur.

Nefndin samþykkir skipulag skólastarfs næsta vetur fyrir sitt leyti en hefur áhyggjur af litlu framboði af leiguhúsnæði fyrir starfsfólk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 10. desember 2019

30. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. desember 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 9. desember 2019

13. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. desember 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. desember 2019

14. fundur

Sveitarstjórn / 27. nóvember 2019

29. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. nóvember 2019

28. fundur

Umhverfisnefnd / 6. nóvember 2019

12. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 6. nóvember 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. nóvember 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 23. október 2019

27. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 16. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 9. október 2019

26. fundur

Umhverfisnefnd / 8. október 2019

11. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. október 2019

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. september 2019

25. fundur

Skipulagsnefnd / 17. september 2019

15. fundur

Sveitarstjórn / 11. september 2019

24. fundur

Sveitarstjórn / 28. ágúst 2019

23. fundur

Skipulagsnefnd / 20. ágúst 2019

14. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. ágúst 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 15. ágúst 2019

5. fundur

Sveitarstjórn / 26. júní 2019

22. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 25. júní 2019

4. fundur

Umhverfisnefnd / 24. júní 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 18. júní 2019

13. fundur

Sveitarstjórn / 13. júní 2019

21. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. júní 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2019

3. fundur