Flottur íbúafundur um hamingju og velllíđan

  • Fréttir
  • 16. mars 2019

Á mánudaginn var haldinn íbúafundur í Skjólbrekku þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknar um hamingju og líðan Mývetninga á vegum Skútustaðahrepps. Jóhanna Jóhannesdóttir lýðheilsufræðingur kynnti niðurstöðurnar sem eru um margt mjög áhugaverðar. Sérstaka athygli vekur vellíðan eldri Mývetninga en jafnframt blasa við áskoranir um að bæta líðan í ýmsum aldurshópum. Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfærðingur hélt erindi um hamingjuna og kynnti ýmsar leiðir jákvæðrar sálfræði sem geta bætt líðan.

Vel var mætt í Skjólbrekku og í lokin voru umræður þar sem gestir fundarins komu með margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir til þess að stuðla að aukinni hamingju og velllíðan Mývetninga.  Sveitarfélagið mun skoða hugmyndirnar nánar og vinna aðgerðaráætlun fyrir næstu skref þessa skemmtilega verkefnis.

Mynd: Dagbjört flytur fyrirlestur um leiðir til að bæta líðan.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2019

Dagskrá 20. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 13. maí 2019

Umsagnir óskast um menningarstefnu

Fréttir / 8. maí 2019

Hólasandur- Safntankur svartvatns

Fréttir / 17. apríl 2019

Leikskólinn Ylur óskar eftir starfsmanni

Fréttir / 24. apríl 2019

Dagskrá 18. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 10. apríl 2019

Páskabingó Mývetnings