Fimmtugasti sveitarstjórapistillinn

  • Fréttir
  • 13. mars 2019

Sveitarstjórapistill nr. 50 er kominn út í dag 13. mars 2019 í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í morgun. Þar sem þetta er fimmtugasti pistillinn sem kemur út frá því ég tók við sem sveitarstjóri í Skútustaðahreppi 2016 er rétt að rifja upp að pistillinn kemur út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Hef ég ávallt fengið afar jákvæð viðbrögð við pistlunum og finn fyrir þakklæti Mývetninga, nær og fjær. Ekki er verra að pistillinn er ein helsta samtímaheimildin þegar skemmtinefnd þorrablótsins kemur saman og rifjar upp helstu fréttir ársins í sveitinni 😊

Í hátíðarpistlinum er m.a. sagt frá fróðlegri heimsókn okkar til Uddevalla í Svíþjóð í síðustu viku þar sem við kynntum okkur fráveitumál, nýrri lýðheilsustefnu, jafnréttisáætlun, umferðaröryggisáætlun, aðalfundi Mývetnings, vel heppnuðum íbúafundi um hamingju og vellíðan Mývetninga, húsnæðismálum, gjöf til Félags eldri Mývetninga o.fl.

Sveitarstjórapistill nr. 50 - 13. mars 2019


Deildu ţessari frétt