8. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 19. febrúar 2019

 

 

8. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Hlíðarvegi 6, 19. febrúar 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Hinrik Geir Jónsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Guðjón Vésteinsson embættismaður og Helga Sveinbjörnsdóttir embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar lagði formaður skipulagsnefndar til að taka tvö mál inn á dagskrá með afbrigðum:
1902029 Umsókn um lóð að Múlavegi 11
1902030 Samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps
Samþykkt samhljóða að bæta málunum við á dagskrá fundar

1. Endurskoðun aðalskipulags - 1806007

Sveitarstjóri fór yfir breyttar forsendur í endurskoðun aðalskipulags Skútustaðahrepps.
Lögð var fram til kynningar bókun nefndar um stefnumótun í ferðaþjónustu frá 21.01.2019 þar sem lagt var til að sleppa fyrirhugaðri breytingu á núgildandi aðalskipulagi en móta stefnu um ferðamál sem hluta af heildarendurskoðun aðalskipulagsins. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 23.01.2019.

Skipulagsnefnd tekur undir tillögu nefndar um stefnumótun í ferðaþjónustu.

 

2. Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Vogahraun 5 - 1811040

Tekið fyrir að nýju erindi frá Þuríði Helgadóttir, f.h. Vogar, ferðþjónustu ehf dags. 20. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við gistiskála Vogahrauni 5. Áætlað er að viðbyggingin hýsi forstofu, borðstofu, eldhús og snyrtingu. Meðfylgjandi er uppdráttur frá Norðurvík ehf. ódags.
Byggingaráformin voru grenndarkynnt nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum frá 10.01.2019 til og með 05.02.2019. Engar athugasemdir bárust í grenndarkynningu.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

3. Gísli Rafn - Umsókn um byggingarleyfi - 1810047

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 4. september 2018 frá Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn ehf, f.h. Gísla Rafns Jónssonar, Arnarnesi, 660 Mývatni, þar sem sótt er um heimild til að byggja 18 m² viðbyggingu við bíl- og vélageymslu í Víkurnesi samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum dagsettum 20.08.2018 frá Faglausn ehf, Almari Eggertssyni.
Byggingaráformin voru grenndarkynnt nágrönnum frá 3.12.2018 til og með 31.12.2018. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

4. Hálendismiðstöð í Drekagili: Breyting á deiliskipulagi. - 1806008

Tekið fyrir að nýju mál frá Hilmari Antonssyni formanni Ferðafélags Akureyrar þar sem sótt var eftir breytingu á deiliskipulagi Hálendismiðstöðvar í Drekagili. Skipulagsnefnd samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulaginu dags. 15.10.2018.
Innkomnar teikningar frá Þresti Sigurðssyni í tölvupósti dags. 03.01.2019 sýna að fyrirhugað hús nær út fyrir byggingarreit nýrrar lóðar. Óskað er eftir stækkun byggingarreits innan nýrrar lóðar sem nemur stærð hússins.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum breytingu á byggingarreit innan lóðar. Fyrirhuguð stækkun varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa að mati skipulagsnefndar og leggur hún til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi og jafnframt falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa málsmeðferð við breytingu á byggingarreit.

 

5. Sigurður Jónas - Umsókn um byggingarleyfi - 1902012

Erindi frá Sigurði Jónasi Þorbergssyni dags. 31.01.2019 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi við Helgavog. Meðfylgjandi eru aðal- og verkteikningar frá EBK/AL-hönnun ehf.
Sótt er um að reisa húsið á lóðinni Reykjahlíð lóð 1, Helgavogi, landnúmer L209299.
Byggingaráform hafa áður verið kynnt fyrir skipulags- og umhverfisnefnd á fundi hennar þann 15. ágúst 2013. Í framhaldi kynningar leitaði skipulags- og byggingarfulltrúi umsagna Umhverfisstofnunnar og Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Umsagnaraðilar féllust á byggingaráformin þar sem úrskurður frá Umhverfisráðuneytinu lág fyrir.
Minnisblað frá Sókn Lögmannsstofu var jafnframt lagt fram til kynningar á fundinum.

Úrskurður nr. 0500011 frá Umhverfisráðuneytinu segir m.a.
"... Ráðuneytið fellst á að reist verði tvö íbúðarhús við Helgavog eins og gert er ráð fyrir í tillögu að breytingu á aðalskipulagi á landi sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er iðnaðarsvæði. Tryggt skal að fylgt verði ítrustu kröfum um mengunarvarnir frá hinum leyfðu íbúðarhúsum við gerð og rekstur þeirra"
Á reit 331-ÍB eru samkvæmt gildandi aðalskipulagi Skútustaðahrepps skráðar tvær íbúðarhúsalóðir.
Skipulagsnefnd leggst ekki gegn byggingaráformunum á þessu stigi og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að fyrirhuguðum framkvæmdaaðila verði gert að fylgja ítrustu kröfum um mengunarvarnir við gerð og rekstur íbúðarhússins í samræmi við úrskurð ráðuneytisins og reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár nr. 665/2012. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að tilkynna Umhverfisstofnun um fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.

 

6. Skútustaðahreppur - Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun leikskóla - 1902021

Erindi dagsett 14. febrúar 2019 frá Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn ehf, f.h. Skútustaðahrepps þar sem sótt er um heimild til að byggja 65 fermetra viðbyggingu við núverandi leikskóla við Krossmúla landeignanr. L153705, fasteignanúmer F216503, merking: 020101.
Fyrirhuguð viðbygging kemur samsíða austan við leikskólabyggingu og er með sömu mænisstefnu og núverandi hús. Samhliða fyrirhugaðri viðbyggingu eru fyrirhugaðar endurbætur/breytingar á snyrtingum, herbergjaskipan og inngangi í núverandi leikskólahús.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu en þar sem fyrirhuguð framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sem framkvæmdaraðila samþykkir skipulagsnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt felur skipulagsnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

 

7. Umsókn um lóð að Múlavegi 11 - 1902029

Umsókn frá Steindór og Anna ehf. dags. 19.02.2019 þar sem sótt er um lóð að Múlavegi 11. Sótt er um að byggja parhús á lóðinni.
Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir einbýlishúsi á lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir að útdeila umræddri lóð að Múlavegi 11 til Steindórs og Önnu ehf. og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá formlegri lóðarúthlutun til umsækjanda. Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að breyta núverandi skilmálum á lóðinni svo mögulegt sé að reisa þar parhús og felur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að breytingu.

 

8. Samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps - 1902030

Sveitarstjóri kynnti tillögu að samþykkt um afgreiðslur byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps þar sem m.a. byggingarfulltrúa er gefin heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, svo sem útgáfu byggingarleyfa.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

 

9. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir helstu verkefni þeirra.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 13. júní 2019

21. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. júní 2019

10. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2019

3. fundur

Sveitarstjórn / 21. maí 2019

20. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 15. maí 2019

9. fundur

Skipulagsnefnd / 17. maí 2019

12. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2019

11. fundur

Sveitarstjórn / 8. maí 2019

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 7. maí 2019

9. fundur

Umhverfisnefnd / 6. maí 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 24. apríl 2019

18. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 10. apríl 2019

5. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2019

10. fundur

Sveitarstjórn / 10. apríl 2019

17. fundur

Umhverfisnefnd / 4. apríl 2019

7. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 2. apríl 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 27. mars 2019

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 21. mars 2019

8. fundur

Sveitarstjórn / 13. mars 2019

15. fundur

Umhverfisnefnd / 4. mars 2019

6. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. mars 2019

7. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. febrúar 2019

7. fundur

Sveitarstjórn / 13. febrúar 2019

13. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. febrúar 2019

6. fundur

Umhverfisnefnd / 4. febrúar 2019

5. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 8. janúar 2019

5. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 24. janúar 2019

4. fundur

Skipulagsnefnd / 15. janúar 2019

7. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 17. janúar 2019

6. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 8. janúar 2019

2. fundur