Nýr samningur viđ Mývetning

  • Fréttir
  • 18. febrúar 2019

Á fundi sveitarstjórnar var lagður fram nýr samningur Skútustaðahrepps og Mývetnings, íþrótta- og ungmennafélags, til næstu þriggja ára. Samningi þessum er ætlað að efla samstarf Skútustaðahrepps og Mývetnings um eflingu íþróttastarfs með megináherslu á öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-16 ára, styrkja starf Mývetnings og efla félagsaðstöðu Mývetnings.

Upphæð samningsins pr. ár er 1 m.kr. og hækkar framlagið um 35% á ári frá síðasta samningi.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn samhljóða en fjárframlagið er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. maí 2020

Nýr og fullkominn slökkvibíll

Fréttir / 7. maí 2020

Dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 28. apríl 2020

Ertu í leit ađ sumarstarfi 2020?

Fréttir / 16. apríl 2020

Dagskrá 38. fundar sveitarstjórnar