6. fundur velferðar- og menningarmálanefndar haldinn að Hlíðarvegi 6, 5. febrúar 2019 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Dagbjört Bjarnadóttir varaformaður, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Sæmundur Þór Sigurðsson aðalmaður, Jóhanna Njálsdóttir aðalmaður, Ólafur Þ. Stefánsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Mývetningur - Endurnýjun samnings – 1811001
Lagður fram endurnýjaður samningur við Mývetning, ungmenna- og íþróttafélag, til næstu þriggja ára.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur með áorðnum breytingum.
2. HSÞ - Rekstrarsamningur 2019-2021 – 1901024
Lagður fram nýr rekstrarsamningur HSÞ við Skútustaðahrepp fyrir árin 2019 til 2021.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að staðfesta samninginn.
3. Skútustaðahreppur - Lýðheilsustefna – 1901044
Lögð fram endurskoðuð lýðheilsustefna fyrir Skútustaðahrepp en hún var unnin af stýrihóp um Heilsueflandi samfélag. Hún byggir á stefnu eldri stýrihóps frá 2015.
Nefndinni líst vel á stefnuna og leggur til nokkrar breytingar. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að stefnan fari í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu.
4. Skútustaðahreppur: Hamingja sveitunga - 1808046
Dagbjört fór yfir stöðu könnunarinnar um líðan Mývetninga sem Þekkingarnet Þingeyinga heldur utan um. Síðasti möguleiki til að svara könnunninni er næsta sunnudag.
5. Bókasafnið - Framtíðarsýn - 1811053
Farið yfir stöðuna á bókasafninu í kjallara Skjólbrekku en safnið er að sprengja núverandi húsnæði af sér. Jafnframt þarf að ráðast í endurbætur á aðgengi og gangi, skrá bókakost í Gegni o.fl.
Nefndin samþykkir að leita Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um faglega aðstoð og úttekt á safninu.
6. Skútustaðahreppur Menningarstefna - 2019-2022 - 1808042
Vinnu við stefnuna frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45