5. fundur

  • Skóla- og félagsmálanefnd
  • 19. desember 2018

5. fundur skóla- og félagsmálanefndar haldinn  að Hlíðavegi 6,  19. desember 2018 og hófst hann kl. 11:00

Fundinn sátu:

Alma Dröfn Benediktsdóttir formaður, Þuríður Pétursdóttir aðalmaður, Sylvía Ósk Sigurðardóttir aðalmaður, Helgi Arnar Alfreðsson aðalmaður, Sólveig Jónsdóttir skólastjóri, Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri, Garðar Finnsson fulltrúi foreldra og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

       Dagskrá:

1. Skólaþjónusta: Þjónustusamningur við Norðurþing - 1805017

Lögð fram drög að samningi um samvinnu sveitarfélaganna Skútustaðahrepps, Norðurþings, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps á sviði skóla- og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

2. Reykjahlíðarskóli: Skólastarf - 1801013

Skólastjóri fór yfir skólastarf og almennt yfir niðurstöður samræmdra prófa á haustönn Reykjahlíðarskóla.

3. Reykjahlíðarskóli: Starfsmannamál - 1705004

Skólastjóri fór yfir starfsmannamál Reykjahlíðarskóla.

4. Leikskólinn Ylur; Endurskoðun sumarlokunar - 1810018

Á fundi skóla- og félagsmálanefndar 17. okt. 2018 var samþykkt að endurskoða sumarlokun leikskólans Yl en í ár rann út reynslutími á núverandi fjögurra ára fyrirkomulagi. Nefndin samþykkti að setja á stofn stýrihóp um verkefnið sem í sátu leikskólastjóri, deildarstjóri, fulltrúi starfsfólks, fulltrúi foreldra, formaður skóla- og félagsmálanefndar og sveitarstjóri.
Stýrihópurinn hélt tvo fundi. Fyrir fundi nefndarinnar liggur minnisblað með eftirfarandi tillögum:
Tillaga stýrihóps:
- Sumarlokun leikskólans fari úr 4 í 5 vikur. Reynt sé að miða við að leikskólinn opni að nýju eftir verslunarmannahelgi.
- Áfram verði boðið upp á að foreldrar/forráðamenn geti tekið aukaleyfi einu sinni yfir almanaksárið án þess að greiða fyrir, með þeirri breytingu að leyfistíminn sé frá 2 upp í 4 vikur í stað samfelldra fjögurra vikna áður.
- Fyrir þá nemendur sem útskrifast að vori en þurfa á vistun að halda eftir sumarlokun, þarf að sækja sérstaklega um áframhaldandi vistun til leikskólastjóra.
- Þetta fyrirkomulag verði til næstu tveggja ára, 2019 til 2020.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillögur stýrihópsins verði samþykktar og að fyrirkomulagið verði endurskoðað eftir sumarlokun 2020. Nefndin þakkar stýrihópnum fyrir vel unnar tillögur.

5. Leikskólinn Ylur - Viðbygging - 1812012

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2019 liggur fyrir fjármögnun á stækkun leíkskólans Yls. Lagðar fram fyrstu hugmyndir að hönnun viðbyggingar og breytingar á innra skipulag frá Faglausn. Teikningarnar hafa farið til umsagnar starfsfólks leikskólans.

Nefndin fagnar því að þessi vinna er farin af stað og bætti nokkrum hugmyndum í sarpinn. Jafnframt vonast nefndin til að vinnan gangi hratt og vel fyrir sig.

6. Leikskólinn Ylur: Starfsmannamál - 1702015

Leikskólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála á vorönn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur