6. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 18. desember 2018

6. fundur skipulagsnefndar haldinn  að Hlíðavegi 6, 18. desember 2018 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:

Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Agnes Einarsdóttir aðalmaður, Helga Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Guðjón Vésteinsson embættismaður.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi

       Dagskrá:

1. Umhverfisstofnun - Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar - 1811030

Tekið fyrir að nýju erindi frá Umhverfisstofnun dags. 18. október 2018 þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar sem frestað var á fundi nefndarinnar þann 20. nóvember s.l. Tillaga að friðlýsingu nær til vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum og virkjanakosti nr. 12 í rammaáætlun, Arnardalsvirkjun og virkjunarkost nr. 13 í rammaáætlun, Helmingsvirkjun.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að friðlýsingu að sinni. Skipulagsnefnd leggur einnig til að umhverfisnefnd Skútustaðahrepps og náttúruverndarnefnd Þingeyinga taki tillöguna til umsagnar.

2. Skútustaðahreppur- Gerð deiliskipulags fyrir Höfða - 1810020

Tekin fyrir uppfærð drög að skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags fyrir Höfða dags. 14. desember 2018 frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og Hornsteinum.
Í uppfærðum drögum hefur skipulagssvæðið verið stækkað umtalsvert og nær nú yfir Höfða og Kálfströnd. Einnig hefur texti verið uppfærður. Fornleifastofnun Íslands hefur gert fornleifaskráningu fyrir Höfða og var hún kynnt á fundinum.

Skipulagsnefnd leggur til að afmörkun svæðisins verði breytt þannig að Óhappstjörn verði innan skipulagsmarka. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin með áorðnum breytingum verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að fá umsögn Skipulagsstofnunnar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar: Skipulagshugmyndir á miðsvæði - 1709019

Tekin fyrir drög að skipulagslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð frá Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 5.12.2018. Fyrirhuguð breyting nær til þjónustukjarna sem er miðsvæðis í þéttbýlinu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsinguna með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum og jafnframt að fela skipulagsfulltrúa málsmeðferð við auglýsingu skipulagslýsingarinnar.

4. Bergholt - Umsókn um byggingarleyfi - 1812013

Tekið fyrir erindi frá Jóni Inga Hinrikssyni dags. 14.12.2018 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir ca 30 fm gestahúsi við Bergholt.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu en felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna hjá umsækjanda. Þegar leyfi Umhverfisstofnunnar og umsagnir annarra umsagnaraðila liggja fyrir er skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

Skipulagsnefnd ítrekar fyrri ábendingar um nauðsyn þess að gert verði heildarskipulag fyrir byggð í Vogum.

5. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið í sveitarfélaginu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Sveitarstjórn / 7. október 2020

46. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 6. október 2020

20. fundur

Umhverfisnefnd / 5. október 2020

16. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 22. september 2020

19. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. október 2020

13. fundur

Skipulagsnefnd / 29. september 2020

27. fundur

Sveitarstjórn / 24. september 2020

45. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19 fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 23. september 2020

19. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 3. september 2020

19. fundur

Skipulagsnefnd / 18. ágúst 2020

26. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

8. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 19. ágúst 2020

7. fundur

Sveitarstjórn / 24. júní 2020

42. fundur

Skipulagsnefnd / 16. júní 2020

25. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 9. júní 2020

17. fundur

Sveitarstjórn / 10. júní 2020

41. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 4. júní 2020

11. fundur

Sveitarstjórn / 27. maí 2020

40. fundur

Skipulagsnefnd / 19. maí 2020

24. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 20. maí 2020

16. fundur

Sveitarstjórn / 13. maí 2020

39. fundur

Umhverfisnefnd / 4. maí 2020

15. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 7. maí 2020

10. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 5. maí 2020

18. fundur

Sveitarstjórn / 27. apríl 2020

38. fundur

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

23. fundur

Sveitarstjórn / 8. apríl 2020

37. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 3. apríl 2020

9. fundur

Skipulagsnefnd / 31. mars 2020

22. fundur