Spennandi uppbygging fram undan í Klappahrauni – Pantanir til 5. október

  • Fréttir
  • 27. september 2018

Óhætt er að segja að nú gefist fólki og fyrirtækjum í Mývatnssveit einstakt tækifæri til að fjárfesta í góðu en ódýru og hagkvæmu húsnæði í Klappahrauni í Reykjahlíð sem verktakinn Húsheild í Mývatnssveit hefur í hyggju að byggja ef næg þátttaka fæst. Gæti þetta verkefni verið fyrirmynd að sambærilegri uppbyggingu víðar um landið og eru alir þeir sem eru í íbúðahugleiðingum hvattir til að skoða þetta vel því óvíst er hvenær svona tækifæri býðst á ný í Skútustaðahreppi. Þetta verkefni fór af stað í kjölfarið á því að sveitarfélagið vann húsnæðisáætlun síðasta vetur sem kynnt var á íbúafundi í vor. Húsheild sýndi þessu strax áhuga og hefur unnið að þessu verkefni að undanförnu með sveitarfélaginu.  Á fundi sveitarstjórnar í morgun var samþykkt að gatnagerðargjöldin í Klappahrauni verði 19.000 kr. pr. ferm. til ársloka 2018 gegn því skilyrði að byggt verði sem nemur 50% af leyfðu byggingarmagni á hverri lóð. Í boði eru 24 íbúðir. 

Framleiðandi húsanna sem Húsheild flytur inn er Mjöbäcks í Svíþjóð sem hefur byggt hús í yfir 70 ár. Húsin eru vel einangruð og öll hönnun ásamt tækjum og búnaði gera það að verkum að orkukostnaður og rekstrarkostnaður er mun lægri en tíðkast hefur. Húsin afhendast fullbúin með vönduðum innréttingum en hægt er að semja um að fá húsin afhent á mismunandi byggingastigi. Afhendingartími er maí til ágúst 2019.

Um er að ræða fjórar stærðir af íbúðum;

  • 106 m2. Samtals 38.054.000 kr. með öllu.
  • 93,5m2. Samtals 33.566.500 kr. með öllu.  
  • 68 m2. Samtals 25.092.000 kr. með öllu.
  • 59,5m 2. Samtals 21.955.500 kr. með öllu.

Frestur til að panta húsnæði er til 5. október n.k.

Staðfestingargjald er 15% og greiðist við undirskrift.   60% greiðast þegar húsið er fokhelt og 25% greiðist við afhendingu.  

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ragnarsson framkvæmdastjóri Húsheildar í síma 856 5040 eða á netfangið olafur@husheild.com

Klappahraun - Kynning

4ra íbúða 94 og 59 ferm.

4ra íbúða 93 og 59 ferm.

4ra íbúða 106 og 68 ferm.

Klappahraun með 7 húsum


Deildu ţessari frétt