Félagsstarf eldri borgara í Mývatnssveit, 60 ára og eldri, hefst að nýju eftir sumarleyfi með leikfimitíma mánudaginn 8. október kl. 10:00.
Fyrsta samverustundin verður miðvikudaginn 10. október. Starfið er með hefðbundnum hætti en fer fram í nýju aðstöðunni í íþróttamiðstöðinni. Þar fer vel um starfið í bjartri og rúmgóðri stofu. Eldri borgarar hafa aðgang að stofunni alla daga vikunnar ef þeir vilja og geta nýtt sér aðstöðuna í íþróttahúsinu sér að kostnaðarlausu.
Athugið! Félagsstarfið verður á miðvikudögum (í stað fimmtudaga) og hefst kl. 11:50 í leikfimi fyrir þá sem vilja.
Umsjón félagsstarfsins: Þórdís Jónsdóttir (Dísa). Til aðstoðar verður Ásta Price.
Auka leikfimistími:
Boðið verður upp á auka leikfimistíma fyrir eldri borgara á mánudögum kl. 10:00 í íþróttahúsinu hjá Ástu Price. Fyrsti mánudagstíminn verður 8. október.
Boðið upp á ókeypis akstur:
Áfram verður boðið verður upp á akstur í samverustundina á miðvikudögum á vegum sveitarfélagsins og er eldri borgurum að kostnaðarlausu. Egill Freysteinsson sér um aksturinn. Þeir sem ætla að nýta sér aksturinn þurfa að láta vita í hvert skipti, í síðasta lagi daginn fyrir samverustundina, hjá Ástu í íþróttamiðstöðinni í síma 464 4225. Að lokinni samverustund er svo einnig boðið upp á akstur heim.
Vonandi sjáum við ykkur sem flest í félagsstarfinu í vetur. Maður er manns gaman.
Skútustaðahreppur