Drög að samþykkt um fráveitu var lögð fram til fyrri umræðu sveitarstjórnar þann 22. ágúst s.l. Samþykkt þessi gildir um fráveitu í Skútustaðahreppi eins og hún er skilgreind í 3. tl. 3. gr. laga nr. 9/2009, um uppbyggingu og rekstur fráveitna, og nær til allra fasteigna, íbúðarhúsnæðis, sumarbústaða, stofnana og atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Markmið samþykktar þessarar er að skýra skyldur sveitarfélagsins og notenda hvað varðar fráveitumál og fráveituframkvæmdir, tryggja uppbyggingu og starfrækslu fráveitna þannig að frárennsli valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið, skýra réttindi og skyldur eigenda og notenda fráveitna og stuðla að hagkvæmni í uppbyggingu og starfrækslu fráveitna. Samþykktinni er einnig ætlað að ná utan um nýja lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit sem er aðskilnaður svartvatns og grávatns þar sem svartvatn er nýtt til uppgræðslu á Hólasandi.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu sveitarstjórnar. Í millitíðinni er samþykktinni vísað til umsagnar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar ásamt fráveituhópi og fari jafnframt í opinbert umsagnarferli í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn óskar eftir umsögnum um fráveitusamþykktina. Umsagnir berist á netfangið thorsteinn@skutustadahreppur.is, skilafrestur umsagna er til og með 30. september n.k.
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri.
Samþykkt um fráveitu Skútusaðahrepps - Drög eftir fyrri umræðu í sveitarstjórn