Í vor var komið fyrir sorpgámum í sumarhúsahverfinu Birkilandi og hefur það mælst vel fyrir. Nú er komið að næsta áfanga.
Sumarhúsaeigendur í Mývatnssveit (annars staðar en í Birkilandi) athugið:
Skútustaðahreppur býður nú upp á aukna sorpþjónustu fyrir ykkur því tveimur sorpgámum verður komið fyrir við afleggjarann í Baldursheim. Gámarnir eru læstir en þið nálgist lyklana á skrifstofu Skútustaðahrepps frá og með þriðjudeginum 10. júlí n.k.
Athugið:
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Skútustaðahrepps.
Athugið að þið hafið jafnframt aðgang að gámavellinum á Grímsstöðum. Opnunartími:
Allir greiðendur sorphirðugjalda, heimili og sumarbústaðir, geta nálgast klippikort fyrir gámasvæðið á Grímsstöðum á opnunartíma á skrifstofu sveitarfélagsins. Með sorphirðugjöldunum fylgir eitt klippikort á ári.
Skútustaðahreppur