Félags- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki vegna lista- og menningarstarfs. Bæði einstaklingar
og félagasamtök geta sótt um styrki. Nefndin metur umsóknir með menningarstefnu Skútustaðahrepps að leiðarljósi og leggur fyrir sveitarstjórn tillögur til úthlutunar.
Umsóknareyðublöð má nálgast á: skutustadahreppur.is → Stjórnsýsla → Skjöl og útgefið efni → Umsóknareyðublöð → Styrkur til lista- og menningarstarfs eða á skrifstofu Skútustaðahrepps.
Félagasamtök þurfa að skila inn ársreikningi liðins árs með umsókn og þá ber öllum að skila inn til nefndarinnar greinargerð um framgang
verkefnisins og ráðstöfun styrkfjár innan árs frá styrkveitingu.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Skútustaðahrepps bréfleiðis, eða með tölvupósti á thorsteinn@skutustadahreppur.is fyrir 16. apríl nk.
Nánari upplýsingar varðandi útfyllingu styrkumsókna má nálgast hjá Elísabet, formanni félags- og menningarmálanefndar í síma 894 6318.