Mývetningar yfir 500 í fyrsta skipti í 25 ár

 • Fréttir
 • 28. mars 2018

Þann 1. mars s.l. urðu þau tímamót að íbúafjöldi Skútustaðahrepps fór í 500 manns í fyrsta skipti síðan 1993, samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Í dag eru þeir 505. Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaða-hrepps fjölgað úr 370 í 505 talsins sem er hvorki meira né minna en 36,5% fólksfjölgun.

Á rúmlega einu ári hefur íbúum fjölgað um tæp 19%, eða úr 425 í 505. Um 130 manns hafa annað ríkisfang en íslenskt eða um fjórðungur.

Íbúafjöldi í Skútustaðahreppi hefur sveiflast nokkuð í gegnum tíðina. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru þeir fæstir hér 276 talsins árið 1910 en flestir árið 1980 eða 547 sem var í miðjum Kröflueldum. Þetta var á árum Kísiliðjunnar og hélst fólksfjöldinn yfir 500 allt til ársins 1994 en þá fór hann niður í 497 íbúa. Eftir það fækkaði íbúum smátt og smátt. Kísiliðjunni var lokað í nóvember 2004 en þá voru íbúar 442. Í kjölfarið fór að halla verulega undan fæti og fór fólksfjöldinn niður í 370 árið 2013. Síðan þá hefur þróunin snúist við.

Þessi fjölgun í Skútustaðahreppi helst í hendur við öflugt atvinnulíf. Harðduglegir og útsjónar-samir Mývetningar hafa hér byggt upp í sameiningu öflugt sveitarfélag. Íbúafjölgunina undanfarin ár má án nokkurs vafa fyrst og fremst rekja til uppgangs ferðaþjónustunnar og að hún er orðin að heilsárs atvinnugrein í meira mæli en áður. Ungt fjölskyldufólk hefur flutt í sveitina og erlendu vinnuafli fjölgar. Þessi mikla fólksfjölgun þrýstir á innviði sveitarfélagsins. En þetta er fyrst og fremst jákvæð áskorun fyrir sveitarfélagið.

Íbúi nr. 500 í Skútustaðahreppi er Jónas Þór Ingólfsson sem flutti lögheimili sitt nýverið í Helluvað. Hann er uppalinn í Mývatnssveit, fór suður að mennta sig sem mannvirkjajarðfræðingur en er nú snúinn aftur heim í heimahagana. Jónas Þór ætlaði að mæta á sveitarstjórnarfund í morgun þar sem hann átti að fá blómvönd af þessu tilefni. En Jónas Þór lenti í útkalli í Vaðlaheiðargöngum í nótt þar sem hluti af hans verkefnum eru þessa dagana og því fengum við samstarfsfélaga hans til að smella af honum mynd við göngin í morgun sem fylgir þessari frétt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 24. apríl 2019

Dagskrá 18. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 10. apríl 2019

Músík í Mývatnssveit

Fréttir / 4. apríl 2019

Söfnun á baggaplasti 13. apríl

Fréttir / 30. mars 2019

Vel heppnuđ árshátíđ

Nýjustu fréttir

Páskabingó Mývetnings

 • Fréttir
 • 10. apríl 2019

Rafmagnslaust miđvikudaginn 10. apríl

 • Fréttir
 • 9. apríl 2019

Sundkennslan

 • Skólafréttir
 • 8. apríl 2019

Skíđaferđ á morgun ţriđjudag 9. apríl

 • Skólafréttir
 • 8. apríl 2019

Dagskrá 17. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 4. apríl 2019

Grunnskólakennarar

 • Fréttir
 • 4. apríl 2019

Páskaeggjaleit fjölskyldunnar

 • Fréttir
 • 3. apríl 2019