Ályktun ađalfundar Eyţings

 • Sveitarstjórn
 • 14. nóvember 17

Aðalfundur Eyþings, var haldinn 10. og 11. nóvember 2017, í Fjallabyggð. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti sátu aðalfundinn fyrir hönd Skútustaðahrepps. Aðalfundur Eyþings samþykkti eftirfarandi ályktun:

Almenningssamgöngur
Samningar um rekstur almenningssamgangna á vegum landshlutasamtakanna renna út á árinu 2018. Aðalfundur Eyþings telur ekki grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri nema til komi stóraukið framlag frá ríkinu til rekstrarins. Felur aðalfundur stjórn Eyþings að nýta uppsagnarákvæði samningsins.
Þá fagnar aðalfundurinn framkomnum hugmyndum um niðurgreiðslu á innanlandsflugi og skorar á stjórnvöld að fylgja því máli eftir.

Samgönguáætlun
Mikilvægt er að tryggja fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar samgöngumannvirkja í landshlutanum. Fundurinn leggur sérstaka áherslu á að tryggt verði fjármagn til að klára Dettifossveg og til uppbyggingar á flughlaði á Akureyrarflugvelli.
Auk þessa ítrekar fundurinn áður framkomnar ályktanir Eyþings um mikilvægi þess að koma uppbyggingu vegar um Langanesströnd og Brekknaheiði með bundnu slitlagi inn á framkvæmdaáætlun.

Orkumál
Ástand í orkumálum á Norðurlandi eystra er algjörlega óviðunandi. Ráðast þarf í stórátak í endurnýjun og styrkingu dreifikerfis raforku landsins til að bæta samkeppnisstöðu atvinnulífs í landshlutanum. Mikilvægt er að stjórnvöld skýri reglur og markmið og stuðli að betri sátt um uppbyggingu dreifikerfis raforku.

Menntamál
Mikilvægt er að auka fjárveitingar til iðn- og tæknináms bæði á framhalds- og háskólastigi á svæðinu og stuðla að kynningu á iðn- og tækninámi á grunnskólastigi. Fundurinn skorar á stjórnvöld að stuðla að læknanámi við Háskólann á Akureyri.

Heilbrigðismál
Brýnt er að hefja byggingu legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri sem er lykillinn í að viðhalda og byggja upp þjónustu sjúkrahússins. Jafnframt er mikilvægt að tryggja fjármagn til að efla heilsugæslu og geðheilbrigðsþjónustu í nærsamfélaginu.

Öldrunarmál
Tryggja þarf fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila og að daggjöld séu miðuð við þær kröfur sem gerðar eru til rekstrarins.

Sóknaráætlanir landshluta
Sóknaráætlanir hafa sannað sig sem öflugt verkfæri í byggðamálum. Mikilvægt er að stjórnvöld hviki ekki frá því verklagi sem í þeim felst.

Atvinnumál
Brýnt er að grípa þegar í stað til aðgerða vegna stöðu sauðfjárræktar í landinu.

Menningarmál
Leitað verði leiða til að auka aðgengi barna og ungmenna að menningu og listum bæði innan veggja skóla og í tómstundum.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 25. febrúar 18

Afmćlisveisla í Björgunarstöđinni

Sveitarstjórnarfundur / 21. febrúar 18

Dagskrá 71. fundar sveitarstjórnar

Fréttir / 21. febrúar 18

Íbúafundur vegna fráveitumála

Sveitarstjórnarfundur / 15. febrúar 18

Sveitarstjórapistill nr. 27 kominn út - 15. febrúar 2018

Fréttir / 14. febrúar 18

Menningarfélagiđ Gjallandi kunngjörir

Menning / 8. febrúar 18

Samningur viđ Félag eldri Mývetninga

Atburđir / 7. febrúar 18

Fyrsta tölublađ Húsandarinnar komiđ út

Útivist / 7. febrúar 18

100 ára afmćli - Opiđ hús

Fréttir / 29. janúar 18

Heilsueflandi samfélag - Ráđstefna

Atburđir / 30. janúar 18

Starfsmađur óskast á leikskólann Yl

Sveitarstjórnarfundur / 25. janúar 18

Sveitarstjórapistill nr. 26 - 24. janúar 2018

Menning / 31. janúar 18

Síđasta tölublađ Mýflugunnar

Fréttir / 25. janúar 18

Félagsheimiliđ Skjólbrekka - Útleiga

Fundur / 23. janúar 18

Endurheimt og varđveisla votlendis

Sveitarstjórnarfundur / 17. janúar 18

Dagskrá 69. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórnarfundur / 17. janúar 18

6,47% hlutur í Jarđböđunum til sölu

Íţróttafréttir / 16. janúar 18

Opiđ í hádeginu í líkamsrćktina

Fundur / 16. janúar 18

Sorphirđudagataliđ 2018

Sveitarstjórnarfundur / 11. janúar 18

Sveitarstjórapistill nr. 25 - 11. janúar 2018

Fréttir / 11. janúar 18

Mýflugan 10. jan. 2018 komin út

Sveitarstjórnarfundur / 4. janúar 18

Dagskrá 68. sveitarstjórnarfundar

Fréttir / 8. janúar 18

Laugardagsgöngur voriđ 2018

Atburđir / 3. janúar 18

Fyrsta Mýfluga ársins

Nýjustu fréttir

Guđjón ráđinn skipulagsfulltrúi

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 25. febrúar 18

Tveir styrkir í Mývatnssveit

 • Fréttir
 • 25. febrúar 18

Framtíđaruppbygging viđ Kjörbúđina

 • Fréttir
 • 25. febrúar 18

Sorp hirt á fimmtudag

 • Útivist
 • 21. febrúar 18

Lokađ á hreppsskrifstofu á mánudag

 • Fréttir
 • 18. febrúar 18

Ađalfundur Mývetnings

 • Íţróttir
 • 14. febrúar 18

Húsöndin komin út - 14. feb. 2018

 • Atburđir
 • 14. febrúar 18

Dagskrá 70. sveitarstjórnarfundar

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 8. febrúar 18