42. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 30. október 2017

42. fundur skipulagsnefndar haldinn að Hlíðarvegi 6, 30. október 2017 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson formaður, Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Hallgrímsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Bjarni Reykjalín embættismaður.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

1. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1703017

Tekið fyrir að nýju erindi dags 22. mars 2017 frá Guðmundi Þór Birgissyni f.h. Jarðbaðanna, þar sem hann sækir um heimild sveitarstjórnar Skútustaðahrepps til að láta vinna nýtt deiliskipulag af lóð Jarðbaðanna á kostnað fyrirtækisins með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu dags. 22. mars frá Basalt arkitektum, Eflu verkfræðistofu og Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Við gildistöku nýs deiliskipulags verði eldra deiliskipulag fellt úr gildi. Einnig er óskað eftir því að Skútustaðahreppur geri breytingu á reit 328-S í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 til samræmis við tillögu að nýju deiliskipulagi. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd lagði til við sveitarstjórn að umsækjanda yrði heimilað að vinna tillögu að deiliskipulagi á kostnað Jarðbaðanna með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags og breytinga á aðalskipulagi. Jafnframt var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar í samráði við umsækjanda, þar sem efni skipulagslýsingar og væntanlegar byggingarframkvæmdir yrðu kynntar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.
Haldinn var almennur kynningarfundur í húnsæði Jarðabaðanna þann 2. maí s.l þar sem skipulags- og matslýsingar voru kynntar, en þær voru síðan auglýstar með athugasemda- og umsagnarfresti frá og með 19. apríl til og með 10. maí 2017.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
RAMÝ, Fjöreggi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landvernd, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Birki Fanndal.
Innkomin ný gögn 20. september 2017, tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrsla frá Eflu verkfræðistofu og breytingarblað vegna breytingar á aðalskipulagi frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Á fundi skipulagsnefndar 25. september s.l. var tillagan lögð fram til kynningar. Nefndin taldi að skipulagsuppdrátturinn og ákveðin atriði í greinargerðinni væru ekki fullnægjandi og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við skipulagshöfunda um að gerðar yrðu endurbætur á skipulagsgögnunum í samræmi við umræður á fundinum.
Innkomin ný gögn dagsett 11. október, þar sem brugðist hafði verið við athugasemdum skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessu stigi en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar þar sem tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi forsendur hennar og umhverfismat verði kynntar fyrir íbúum sveitarfélagins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Arnþrúður Dagsdóttir bókar:
Núverandi tillaga gerir ráð fyrir uppbyggingu á óröskuðu landi með fágætum jarðmyndunum sem njóta verndar náttúruverndarlaga. Í ljósi þess væri æskilegt að í umhverfisskýrslu yrði til viðbótar skoðuð staðsetning utan umræddra jarðmyndana. Þar sem mér finnst vinna við deiliskipulagstillöguna hafa verið mjög vönduð og tillit tekið til margra atriða og hún mun betri en gildandi deiliskipulag samþykki ég að kynna tillöguna. Öðrum spurningum um umhverfisvernd treysti ég að verði svarað við mat á umhverfisáhrifum.

2. Neyðarlínan ohf: Drekagil. Deiliskipulag vegna smávirkjunar - 1706012

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 16. júní 2017 frá Neyðarlínunni ohf, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík þar sem sótt er um heimild sveitarstjórnar Skútustaðahrepps skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að vinna deiliskipulag á kostnað umsækjanda vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar við Dreka skv. meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu frá Landmótun. Þar sem skipulags- og matslýsing var ófullnægjandi að mati nefndarinnar var afgreiðslu málsins frestað á síðasta fundi hennar 19. júní s.l. Innkomin ný og endurbætt skipulags- og matslýsing 21. ágúst 2017.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna á fundi sínum 28. ágúst s.l. og lagði til við sveitarstjórn að hún yrði samþykkt og jafnframt var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 mæla fyrir um.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Skipulagsstofnun, Forsætisráðuneytinu, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Umhverfisstofnun.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á skipulagslýsingunni. Nefndin beinir þeim tilmælum til Neyðarlínunnar ohf að haft verði samráð við Vatnajökulsþjóðgarð, Ferðafélag Akureyrar og aðra rekstraraðila á svæðinu við fyrirhugaða skipulagsgerð. Að mati skipulagsnefndar væri nauðsynlegt að gert yrði eitt deiliskipulag fyrir allt svæðið en nú er í gildi deiliskipulag sem nær yfir öll núverandi mannvirki í Dreka.

3. Deiliskipulag Reykjahlíðar: Breyting á deiliskipulagi - 1710024

Erindi frá Björgvin Snæbjörnssyni arkitekt hjá Apparati ehf, f.h. Ice-eigna ehf þar sem óskað er eftir heimild til að breyta gildandi deiliskipulagi Reykjahlíðar í þá veru að í stað þess að húsið Austurhlíð verði rifið skv. ákvæðum í gildandi deiliskipulagi verði heimilt að endurbyggja það sem íbúðir fyrir hótelstarfsmenn. Með erindinu fylgir tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Apparati, Björgvin Snæbjörnssyni arkitekt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við við efni tillögunnar á þessu stigi og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði grenndarkynnt eins og 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

4. Reykjahlíð: Umferðaröryggismál skólabarna - 1703020

Lagðar fram umsagnir frá skólanefnd og foreldrafélagi skólanna um skýrslu Eflu um umferðaröryggismál í Reykjahlíðarþorpi. Skólanefnd telur brýnt að snarlega verði leyst úr aðkallandi umbótum, sem í dag ógna umferðaröryggi skólabarna. Skólanefnd og foreldrafélagið leggja jafnframt fram ýmsar tillögur að bættu umferðaröryggi.
Skipulagsnefnd þakkar góðar umsagnir og beinir því til sveitarstjórnar að fela skipulags- og byggingafulltrúa og sveitarstjóra að vinna málið í áfram með Eflu og vísa því til gerðar fjárhagsáætlunar.

5. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Skipulagsnefnd / 18. september 2018

2. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. september 2018

1. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. september 2018

1. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 29. ágúst 2018

1. fundur

Skólanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Umhverfisnefnd / 3. september 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 10. ágúst 2018

1. fundur

Sveitarstjórn / 27. júní 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur

Skólanefnd / 17. apríl 2018

23. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

47. fundur

Atvinnumálanefnd / 16. apríl 2018

7. fundur

Sveitarstjórn / 11. apríl 2018

74. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 27. mars 2018

18. fundur

Sveitarstjórn / 28. mars 2018

73. fundur

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

46. fundur

Sveitarstjórn / 14. mars 2018

72. fundur

Skólanefnd / 13. mars 2018

22. fundur

Sveitarstjórn / 28. febrúar 2018

71. fundur

Skipulagsnefnd / 26. febrúar 2018

45. fundur

Sveitarstjórn / 15. febrúar 2018

70. fundur

Nýjustu fréttir

Dagskrá 5. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2018

Umferđaröryggisáćtlun fyrir alla sveitina

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Betra seint en aldrei

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Miđvikudagsgöngu frestađ

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Sögustund međ nemendum

 • Fréttir
 • 19. september 2018