64. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 25. október 17

64. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 25. október 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir því að bæta einu mál á dagskrá með afbrigðum:
Staða fráveitumála - 1701019
Samþykkt samhljóða að bæta málinu við á dagskrá undir dagskrárlið 6 og færast önnur mál neðar sem því nemur.

1. Fjárhagsáætlun: 2018-2021 - 1709001

Sveitarstjóri lagði fram áætlun fasteignagjalda, staðgreiðsluáætlun og launaáætlun í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2018-2021.

2. Landsnet: Stofnun verkefnaráðs vegna Hólasandslínu 3 - 1710008

Landsnet vinnur að undirbúningi Hólasandslínu 3 frá Akureyri að Hólasandi. Óskað er eftir að Skútustaðahreppur tilnefni fulltrúa í verkefnaráð.
Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu Friðriks K. Jakobssonar sem fulltrúa Skútustaðahrepps í verkefnaráðið.

3. Eyþing: Aðalfundur 2017 - 1710015

Aðalfundur Eyþings verður haldinn 10. og 11. nóvember n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar sveitarstjórnar á þinginu verði Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri. Til vara Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir og Böðvar Pétursson.

4. Barnaverndarmál: Trúnaðarmál - 1710014

Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók.

5. Svartárvirkjun: Beiðni um umsögn - 1709006

Erindi dags 5. september 2017 frá Skipulagsstofnun þar sem vísað er til þess að SSB Orka ehf hafi tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um allt að 9,8 MW Svartárvirkjun í Bárðardal, Þingeyjarsveit.
Með erindinu fylgir frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar. Með frummatsskýrslu fylgja teikningar og viðaukar.
Samkvæmt 10. gr. laga nr. 106/2000 óskar Skipulagsstofnun eftir að Skútustaðahreppur gefi umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir umsögn náttúruverndarnefndar Þingeyinga um skýrsluna og óska í því samhengi eftir framlengingu á skilafresti til Skipulagsstofnunar.

6. Staða fráveitumála - 1701019

Lagt fram bréf dags. 19. október 2017 frá fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra til sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins.
Í bréfinu kemur fram að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn 28. apríl á grunni minnisblaðs fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Í krafti umboðs þess fundar voru fulltrúar Skútustaðahrepps boðaðir til fundar 24. maí, þar sem lýst var ríkum vilja ríkisstjórnar og ráðuneytanna um aðkomu ríkisins fjárhagslega og faglega að þessu máli. Ennfremur er tekið fram að verkefnið sé nokkuð flókið verkfræði- og lagalega, og ýmis álitamál uppi sem þurfi að ræða og greiða úr. Í bréfinu segir jafnframt að frekari ákvarðanatöku þurfi að fylgja umboð sem sitjandi starfsstjórn hafi ekki sökum þröngs tímaramma og þurfi þar með að bíða umræðu og eftirfylgni nýrrar ríkisstjórnar.
Jafnframt er kveðið á um eftirfarandi: "Ráðuneytunum er kunnugt um að sveitarstjórn og aðrir aðilar í Skútustaðahreppi eru undir nokkrum þrýstingi að gefa upplýsingar um fjármögnun fráveitumála, þar á meðal um hugsanlegan hlut ríkisvaldsins. Vonandi verður hægt að fá frest vegna þess í ljósi aðstæðna. Ekki er um bráðavanda að ræða í Mývatni, heldur er unnið að langtímalausn til að tryggja að álag á lífríki vatnsins vegna fráveitna verði sem minnst til frambúðar. Þar skiptir miklu að byggja á góðri greiningu á lausnum sem eru í boði, til þess að tryggja að bestu og hagkvæmustu kostirnir séu valdir. Rétt er að vinna málið eins hratt og auðið er, en þó ljóst að það mun að líkindum taka nokkra mánuði að ná niðurstöðu eftir að viðræður hefjast," segir í bréfinu.
Þá segir ennfremur að ráðuneytin telji að um sérstakt viðfangsefni sé að ræða, sem hafi ekki fordæmisgildi varðandi fráveitumál almennt, þar sem Mývatn og Laxá njóti sérstakrar verndar skv. lögum og sveitarstjórn Skútustaðahrepps búi við aðrar og meiri kröfur um hraðar úrbætur í fráveitumálum en önnur sveitarfélög.
Tekið er fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið ítreki vilja sinn til að fara yfir málið með sveitarstjórn Skútustaðahrepps og öðrum sem málið varðar á grundvelli laga og reglugerða um fráveitumál og vernd Mývatns og Laxár og almennra sanngirnissjónarmiða.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með erindi ráðherranna sem teljast verður ákveðin viðurkenning á aðkomu ríkisvaldsins á fráveitumálum í Skútustaðahreppi og mun að vonum vonandi auðvelda viðræður um málið í framhaldinu.

7. Mývatn ehf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1710013

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 17. október 2017 þar sem Yngvi R. Kristjánsson f.h. Mývatns ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki IV, gististaður með áfengisveitingum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlitinu og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Yngvi Ragnar Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

8. Samtök ferðaþjónustunnar: Vörugjöld bílaleigubifreiða - 1710016

Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. 13. október 2017. Þar er fjallað um vörugjöld bílaleigubíla og skoðun á skattbyrði bílaleigufyrirtækja.
Bréfið lagt fram.

9. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og dreift í prentuðu eintaki innan sveitar.

10. Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerðir - 1701001

Fundargerð 15. fundar félags- og menningarmálanefndar frá 24. október 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 5 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

11. Skólanefnd: Fundargerðir - 1611045

Fundargerð 19. fundar skólanefndar frá 19. október 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 2. Leikskólinn Ylur: Beiðni um stöðu deildarstjóra.
Leikskólastjóri lagði fram beiðni um að núverandi starfsmaður skólans taki formlega stöðu deildarstjóra. Skólanefnd tekur vel í erindið og beinir því til formanns skólanefndar og sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 8. Reykjahlíð: Umferðaröryggismál skólabarna
Sveitarstjórn vísar umsögn skólanefndar til frekari umfjöllunar í skipulagsnefnd.
Liður 11. Góðar gjafir frá velunnurum
Reykjahlíðarskóla og leikskólanum Yl hafa borist góðar gjafir í tengslum við endurnýjun á leiksvæðum.
Þrjú fyrirtæki í Skútustaðahreppi lögðu fram myndarlega styrki í kaup á nýrri hjólabraut við Reykjahlíðarskóla en það eru Jarðböðin, Hótel Reynihlíð og Samkaup . Fyrirtækin lögðu samanlagt til þriðjungshlut á móti sveitarfélaginu.
Þá hefur ungmenna- og íþróttafélagið Mývetningur fært Reykjahlíðarskóla 10 hlaupahjól sem nemendur skólans geta nýtt í hjólabrautinni í frímínútum.
Jafnframt hefur Mývetningur gefið leikskólanum Yl tvö jafnvægishjól til notkunar á nýja hjólastígnum á leikskólalóðinni.
Í tengslum við framkvæmdir á skólalóð lögðu bændur á Hellu til túnþökur, sem foreldrafélagið stóð að því að leggja.
Skútustaðahreppur er heilsueflandi samfélag og tengjast þessar gjafir því verkefni. Fyrir hönd Skútustaðahrepps færir skólanefnd þessum aðilum bestu þakkir fyrir höfðingleg framlög sem eiga eftir að nýtast börnunum okkar mjög vel.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar og þakkar höfðingleg framlög.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

12. Umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1611036

Fundargerð 8. fundar umhverfisnefndar frá 18. október 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 3 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Fundur / 4. janúar 18

Auglýsing um skipulag viđ Drekagil

Sveitarstjórnarfundur / 18. desember 17

Skipulags- og byggingarfulltrúi í Skútustađahreppi

Sveitarstjórn / 31. október 17

Gámasvćđiđ opnar ađ nýju í landi Grímsstađa

Sveitarstjórn / 4. október 17

Auglýsing um skipulag viđ Drekagil

Sveitarstjórn / 20. september 17

Rotţróarumsjón

Sveitarstjórn / 18. september 17

Lokanir hjá hreppsskrifstofu

Skipulagsnefnd / 11. september 17

Fundir skipulagsnefndar til áramóta

Skólinn / 7. september 17

Lokađ vegna starfsmannadags 12. september

Stjórnsýsla / 30. ágúst 17

Opnunartími Lyfju

Stjórnsýsla / 30. ágúst 17

Opnunartími Heilsugćslunnar í vetur

Íţróttafréttir / 17. ágúst 17

Jóga

Menning / 17. ágúst 17

Anna og Sölvi međ jazztónleika

Íţróttafréttir / 17. ágúst 17

Langar ţig ađ ţjálfa eđa vera međ námskeiđ?

Stjórnsýsla / 16. ágúst 17

Opnunartími Hreppsskrifstofu

Stjórnsýsla / 16. ágúst 17

Opnunartími gámasvćđisins

Stjórnsýsla / 15. ágúst 17

Sveitarstjórnarfundur 23. ágúst 2017

Stjórnsýsla / 10. apríl 17

Tilkynning 2

Stjórnsýsla / 10. apríl 17

Tilkynning - tilraun 3

Nýjustu fréttir

Guđjón ráđinn skipulagsfulltrúi

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 25. febrúar 18

Tveir styrkir í Mývatnssveit

 • Fréttir
 • 25. febrúar 18

Afmćlisveisla í Björgunarstöđinni

 • Fréttir
 • 25. febrúar 18

Framtíđaruppbygging viđ Kjörbúđina

 • Fréttir
 • 25. febrúar 18

Dagskrá 71. fundar sveitarstjórnar

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 21. febrúar 18