15. fundur

  • Félags- og menningarmálanefnd
  • 25. október 2017

15. fundur 24. október 2017, kl. 14:00-16:00
Fundarstaður: Hlíðavegur 6

Fundarmenn:     
Elísabet Sigurðardóttir, form. (fundarr.)
Sigurður Böðvarsson 
Jóhanna Njálsdóttir
Dagbjört Bjarnadóttir
Ólafur Þröstur Stefánsson
    
Dagskrá:

1. Skjólbrekka – Framtíðarhlutverk og nýting
2. Stefnumótun í málaflokkum
3. Umsóknir vegna styrkja til lista- og menningarstarfs
4. Yfirlitssýning á verkum sr. Arnar Friðrikssonar
5. Trúnaðarmál

1. Skjólbrekka – Framtíðarhlutverk og nýting
Unnið áfram með hugmyndir að framtíðarhlutverki og nýtingu Félagsheimilisins Skjólbrekku. Vegna anna nefndarmanna tókst ekki að leggja hugmyndir fyrir sveitarstjórn í lok sumars líkt og stefnt var að. Leigusamningur við núverandi leigutaka rennur út um næstu áramót og Félags- og menningarmálanefnd hefur umboð frá sveitarstjórn til þess að koma með tillögur að fyrirkomulagi á framtíðarstarfsemi í húsinu. Nefndin nýtir greinargerð, sem Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga tók saman eftir íbúafund um framtíð Skjólbrekku, við vinnuna ásamt ýmsum öðrum upplýsingum. Ákveðið að nota næstu daga til frekari upplýsingaöflunar og hittast á vinnufundi 31. október nk.
2. Stefnumótun í málaflokkum
Vinna við stefnumótun í málaflokkum sem heyra undir Félags- og menningarmálanefnd hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Ákveðið að Elísabet og Ólafur Þröstur haldi áfram við vinnuna í samræmi við þær línur sem nefndin hefur lagt í þessu verkefni. Þau skili tillögum til annarra nefndarmanna í síðasta lagi 5. desember nk.
3. Umsóknir vegna styrkja til lista- og menningarstarfs
Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna lista- og menningarstarfs tvisvar á ári. Samþykkt að senda út auglýsingu. Frestur til að senda inn umsóknir er til 15. nóvember nk.
4. Yfirlitssýning á verkum sr. Arnar Friðrikssonar
Samþykkt að óska eftir samstarfi við Menningarfélagið Gjallanda og fá 2-3 fulltrúa frá félaginu til að vinna að því að ramma inn yfirlitssýningu á verkum sr. Arnar ásamt fulltrúum Félags- og menningarmálanefndar. Dagbjört, Sigurður og Jóhanna vinna að málinu fyrir hönd nefndarinnar. Hópurinn skili drögum að áætlun 5. desember nk.
5. Trúnaðarmál
Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið kl. 16:00.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur

Skólanefnd / 17. apríl 2018

23. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

47. fundur

Atvinnumálanefnd / 16. apríl 2018

7. fundur

Sveitarstjórn / 11. apríl 2018

74. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 27. mars 2018

18. fundur

Sveitarstjórn / 28. mars 2018

73. fundur

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

46. fundur

Sveitarstjórn / 14. mars 2018

72. fundur

Skólanefnd / 13. mars 2018

22. fundur

Sveitarstjórn / 28. febrúar 2018

71. fundur

Skipulagsnefnd / 26. febrúar 2018

45. fundur

Sveitarstjórn / 15. febrúar 2018

70. fundur

Umhverfisnefnd / 8. febrúar 2018

11. fundur

Umhverfisnefnd / 1. febrúar 2018

10. fundur

Skólanefnd / 25. janúar 2018

21. fundur

Sveitarstjórn / 24. janúar 2018

69. fundur

Umhverfisnefnd / 16. janúar 2018

9. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. janúar 2018

12. fundur

Skipulagsnefnd / 15. janúar 2018

44. fundur

Sveitarstjórn / 10. janúar 2018

68. fundur

Sveitarstjórn / 13. desember 2017

67. fundur