Auglýsing um skipulag viđ Drekagil

 • Sveitarstjórn
 • 4. október 17

Neyðarlínan ohf. fyrirhugar að byggja litla heimarafstöð austan við ferðaþjónustusvæðið í Drekagili í Skútustaðahreppi  í ána sem rennur úr Drekagili. Fyrirhugaðir notendur rafmagns eru fjarskiptahús á Vaðöldu og skálar við Dreka.  Áætluð orkuframleiðsla er
30 kW orkuframleiðslu á sumrin, og 10 kW orkuframleiðslu á vetrum sem er nægjanleg fyrir fjarskiptastaðinn og til að hita upp skálana.  Stöðvarhús 8 m2 verður staðsett um 500 m suðaustan við skálana og í um 10 km fjarlægð frá fjarskiptastaðnum. Fallpípa frá inntaki er um 300 m og 0,5 m í þvermál og er hún niðurgrafin alla leið. Aðstæður á virkjunarstað eru aðallega sandur og vikur og síðan lítilsháttar hraun og engin gróður.
Inntakslón er ekkert, aðeins lítið inntak nægjanlegt til að sökkva inntaki fallpípu á um 1-1,5m dýpi, og þar verður forsteyptri einingu komið fyrir til að festa botnrás og fallpípu. Jarðstrengir verða niðurplægðir í beinni línu frá stöðvarhúsi að annars vegar Drekaskálum og hins vegar að fjarskiptahúsinu á toppi Vaðöldu.

Þegar vinna við gerð deiliskipulagstillögu hefst, skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu. Í skipulagslýsingu koma fram áherslur sveitarstjórn við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og matslýsing skv.1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum nr. 105/2006 um mat á umhverfisáhrifum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps frá og með miðvikudeginum 4. október til og með miðvikudeginum  25. október 2017.  Lýsingarnar verður einnig aðgengilegar á sama tíma á heimasíðu Skútustaðahrepps:  http:www //skutustadahreppur.is undir:  Skipulagsauglýsingar (hnappur á forsíðu).  Þeim sem vilja gera athugasemdir við lýsingarnar eða koma með ábendingar er gefinn frestur til og með 25. október til að koma þeim skriflega á framfæri til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is.   
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps


Skipulagslýsing

Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fundur / 4. janúar 18

Auglýsing um skipulag viđ Drekagil

Sveitarstjórnarfundur / 18. desember 17

Skipulags- og byggingarfulltrúi í Skútustađahreppi

Sveitarstjórn / 31. október 17

Gámasvćđiđ opnar ađ nýju í landi Grímsstađa

Sveitarstjórn / 4. október 17

Auglýsing um skipulag viđ Drekagil

Sveitarstjórn / 20. september 17

Rotţróarumsjón

Sveitarstjórn / 18. september 17

Lokanir hjá hreppsskrifstofu

Skipulagsnefnd / 11. september 17

Fundir skipulagsnefndar til áramóta

Skólinn / 7. september 17

Lokađ vegna starfsmannadags 12. september

Stjórnsýsla / 30. ágúst 17

Opnunartími Lyfju

Stjórnsýsla / 30. ágúst 17

Opnunartími Heilsugćslunnar í vetur

Íţróttafréttir / 17. ágúst 17

Jóga

Menning / 17. ágúst 17

Anna og Sölvi međ jazztónleika

Íţróttafréttir / 17. ágúst 17

Langar ţig ađ ţjálfa eđa vera međ námskeiđ?

Stjórnsýsla / 16. ágúst 17

Opnunartími Hreppsskrifstofu

Stjórnsýsla / 16. ágúst 17

Opnunartími gámasvćđisins

Stjórnsýsla / 15. ágúst 17

Sveitarstjórnarfundur 23. ágúst 2017

Stjórnsýsla / 10. apríl 17

Tilkynning 2

Stjórnsýsla / 10. apríl 17

Tilkynning - tilraun 3

Nýjustu fréttir

Dagskrá 71. fundar sveitarstjórnar

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 21. febrúar 18

Önnur laugardagsgangan voriđ 2018

 • Útivist
 • 21. febrúar 18

Íbúafundur vegna fráveitumála

 • Fréttir
 • 21. febrúar 18

Sorp hirt á fimmtudag

 • Útivist
 • 21. febrúar 18

Lokađ á hreppsskrifstofu á mánudag

 • Fréttir
 • 18. febrúar 18

Sveitarstjórapistill nr. 27 kominn út - 15. febrúar 2018

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 15. febrúar 18

Ađalfundur Mývetnings

 • Íţróttir
 • 14. febrúar 18

Menningarfélagiđ Gjallandi kunngjörir

 • Fréttir
 • 14. febrúar 18