62. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 27. september 17

62. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 27. september 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir oddviti, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Helgi Héðinsson aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði oddviti etir því að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum:
Náttúrustofa Norðausturlands: Niðurskurður í framlagi ríkisins - 1709027
Samþykkt samhljóða að bæta málinu á dagkrá undir dagskrárlið 7 og færast aðrir dagskrárliðir neðar sem því nemur.

1. Fjárhagsáætlun: 2018-2021 - 1709001

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.
Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu í samræmi við vinnuáætlun:
Markmið sveitarstjórnar Skútustaðahrepps árin 2018 - 2021:
Áfram skal haldið með markmið sem sett voru í fjárhagsáætlun 2017-2020. Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku þannig að skuldahlutfall verði áfram 50% á tímabilinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafa eftirfarandi forsendur til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar:
Vísitala neysluverðs (verðbólga) 2,7%
Gengisvísitala óbreytt
Launavísitala 6,5%
Útsvarsprósenta verði óbreytt
Fasteignagjöld óbreytt. Afsláttur felldur niður, nema til eldri borgara
Jöfnunarsjóðsframlag samkv. áætlun sjóðsins
Gjaldskrár hækki til samræmis við verðlagsþróun, um 3%
Þriggja ára áætlun 2018-2021 verði gerð á föstu verðlagi
Óvissuþættir fjárhagsáætlunar:
Fráveitumál. Málaferli vegna hitaveitu. Þróun ferðaþjónustu. Kjarasamningar. Húsnæðismál. Alþingiskosningar. Sveitarstjórnarkosningar.

2. Félagsstarf eldri borgara: 2017-2018 - 1709005

Dagskrá félagsstarfs eldri borgara veturinn 2017-2018 lögð fram. Starfsemin hefur alfarið verið færð yfir í íþróttamiðstöðina í samráði við eldri borgara og Félag eldri borgara. Umsjón félagsstarfsins er í höndum Þórdísar Jónsdóttur og er Ásta Price henni til aðstoðar. Boðið er upp á fleiri leikfimitíma en áður. Áfram verður boðið upp á ókeypis akstur í samverustundina á fimmtudögum.
Lagður fram undirritaður samningur við Gísla Rafn Jónsson um aksturinn í vetur. Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

3. Gildi Skútustaðahrepps – 1709016

Á starfsmannadegi Skútustaðahrepps þann 12. september síðastliðinn vann starfsfólk sveitarfélagsins m.a. að því að setja gildi fyrir starfsemi sveitarfélagsins. Gildi endurspegla það sem sveitarfélagið stendur fyrir, tengir starfsfólkið saman, endurspeglar megináherslur og það sem við viljum vera þekkt fyrir í okkar starfsemi. Afrakstur þeirra vinnu er tillaga að eftirfarandi gildum:
Jafnræði - Við höfum jafnrétti, fjölbreytileika og samvinnu að leiðarljósi.
Jákvæðni - Við leggjum okkur fram um að vera lausnamiðuð, bjartsýn og glaðleg og stuðla þannig að vellíðan í samskiptum og samstarfi.
Traust - Við erum fagleg, heiðarleg og vandvirk í starfi.
Virðing - Við erum víðsýn og umburðarlynd og höfum að leiðarljósi gagnkvæma virðingu hvert fyrir öðru og náttúrunni.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og þakkar starfsfólki fyrir góða vinnu.

4. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Ársfundur 2017 - 1709011

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Hilton í Reykjavík miðvikudaginn 4. október kl 16:00. Sveitarstjóri mun sækja fundinn.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fjármálaráðstefna 2017 - 1709010

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hótel Hilton í Reykavík dagana 4.-5. október 2017. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Helgi Héðinsson sveitarstjórnarfulltrúi munu sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarstjórnar.

6. Ásta Price: Bréf vegna hreinsistöðvar - 1709014

Bréfið lagt fram. Sveitarstjórn þakkar Ástu fyrir gagnlegt innlegg í umræðuna. Sveitarstjóra jafnframt falið að ræða við bréfritara.

7. Náttúrustofa Norðausturlands: Niðurskurður í framlagi ríkisins - 1709027

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 38% niðurskurði á fjárveitingum ríkisins til Náttúrustofu Norðausturlands. Starfsemi Náttúrustofunnar hefur verið burðarstólpi í náttúrufarsrannsóknum í Þingeyjarsýslum í heild sinni, en á meðal verkefna hafa verið rannsóknir á lífríki Mývatns.
Þessi niðurskurður kemur án nokkurs fyrirvara eða samráðs við Náttúrustofuna eða sveitarfélögin Skútustaðahrepp og Norðurþing sem reka Náttúrustofuna í samstarfi við ríkið skv. lögum nr. 60/1992, m.s.br.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir harðlega boðuðum niðurskurði og ekki síst vinnubrögðunum sem setja starfsemi Náttúrustofu Norðausturlands í uppnám en þar starfa nú fimm manns. Það samræmist ekki gildandi samningi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúrustofunnar um vöktunarrannsóknir í Þingeyjarsýslum sem á uppruna sinn í sértækum aðgerðum forsætisráðuneytisins árið 2008 til að efla byggð og samfélag á Norðurlandi eystra. Ef ekkert verður að gert við að leiðrétta fram komna tillögu blasa við uppsagnir starfsfólks og faglegt starf stofunnar sett í algjört uppnám.

8. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál: Mál nr. 700/2017 - 1709013

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál 700/2001 frá 11. september 2017. Landvernd kærði ákvörðun Skútustaðahrepps dags. 31. október 2016, um að synja beiðni um afhendingu á hluta gagna sem tengjast framkvæmdaleyfi sem gefið var út fyrir Kröfulínu 4. Fyrst og fremst var um vinnugögn í gegnum tölvupóstsamskipti við lögfræðing Skútustaðahrepps að ræða sem sveitarfélagið taldi undanþegin upplýsingarétti. Í úrskurðinum kemur fram að Skútustaðahreppi ber að veita kæranda aðgang að sex tilgreindum gögnum.

9. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

10. Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir – 1705024

Fundargerð brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar nr. 21 frá 12. september 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 4 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. Jafnframt er sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Þingeyjarsveit um væntanlegar breytingar á starfsemi slökkviliðs og eldvarnareftirlits vegna væntanlegra breytinga á reglugerð.

11. Forstöðumannafundir: Fundargerðir - 1611048

Fundargerð frá forstöðumannafundi 21. september 2017 lögð fram. Hún er í 6 liðum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Fundur / 4. janúar 18

Auglýsing um skipulag viđ Drekagil

Sveitarstjórnarfundur / 18. desember 17

Skipulags- og byggingarfulltrúi í Skútustađahreppi

Sveitarstjórn / 31. október 17

Gámasvćđiđ opnar ađ nýju í landi Grímsstađa

Sveitarstjórn / 4. október 17

Auglýsing um skipulag viđ Drekagil

Sveitarstjórn / 20. september 17

Rotţróarumsjón

Sveitarstjórn / 18. september 17

Lokanir hjá hreppsskrifstofu

Skipulagsnefnd / 11. september 17

Fundir skipulagsnefndar til áramóta

Skólinn / 7. september 17

Lokađ vegna starfsmannadags 12. september

Stjórnsýsla / 30. ágúst 17

Opnunartími Lyfju

Stjórnsýsla / 30. ágúst 17

Opnunartími Heilsugćslunnar í vetur

Íţróttafréttir / 17. ágúst 17

Jóga

Menning / 17. ágúst 17

Anna og Sölvi međ jazztónleika

Íţróttafréttir / 17. ágúst 17

Langar ţig ađ ţjálfa eđa vera međ námskeiđ?

Stjórnsýsla / 16. ágúst 17

Opnunartími Hreppsskrifstofu

Stjórnsýsla / 16. ágúst 17

Opnunartími gámasvćđisins

Stjórnsýsla / 15. ágúst 17

Sveitarstjórnarfundur 23. ágúst 2017

Stjórnsýsla / 10. apríl 17

Tilkynning 2

Stjórnsýsla / 10. apríl 17

Tilkynning - tilraun 3

Nýjustu fréttir

Dagskrá 71. fundar sveitarstjórnar

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 21. febrúar 18

Önnur laugardagsgangan voriđ 2018

 • Útivist
 • 21. febrúar 18

Íbúafundur vegna fráveitumála

 • Fréttir
 • 21. febrúar 18

Sorp hirt á fimmtudag

 • Útivist
 • 21. febrúar 18

Lokađ á hreppsskrifstofu á mánudag

 • Fréttir
 • 18. febrúar 18

Sveitarstjórapistill nr. 27 kominn út - 15. febrúar 2018

 • Sveitarstjórnarfundur
 • 15. febrúar 18

Ađalfundur Mývetnings

 • Íţróttir
 • 14. febrúar 18

Menningarfélagiđ Gjallandi kunngjörir

 • Fréttir
 • 14. febrúar 18