41. fundur

 • Skipulagsnefnd
 • 25. september 2017

41. fundur skipulagsnefndar haldinn að Hlíðarvegi 6, 25. september 2017 og hófst hann kl. 13:00.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson formaður, Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Pétur Snæbjörnsson aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Selma Ásmundsdóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Bjarni Reykjalín embættismaður.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Þéttbýli Reykjahlíðar: Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna nýrrar lóðar undir hreinsistöð – 1705014

Tekið fyrir að nýju en erindið var síðast til umfjöllunar hjá nefndinni 28. ágúst s.l. Á þann fund kom Árni Ólafsson, arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf og kynnti skipulags- og matslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags vegna lóðar undir skólphreinsistöð að Sniðilsvegi 3 í Reykjahlíð. Áður hafði verið fjallað um í nefndinni tillögu að breytingu á deiliskipulagi og samhliða breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem landnotkun lóðarinnar er breytt úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd fór yfir drög að skipulags- og matslýsingu á fundi sínum 19. júní s.l.og lagði til við sveitarstjórn að hún yrði samþykkt með breytingum sem rætt um var á fundinum.
Skipulags- og matslýsing voru kynntar frá og með fimmtudeginum 6. júlí með athugasemdafresti til og með fimmtudeginum 27. júlí 2017.
Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum. Fjöreggi, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Birki Fanndal, Stefáni Stefánssyni, Ólafi H. Jónssyni og undirskriftalistum með mótmælum 59 íbúa í Reykjahlíð sem mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum við skólphreinsistöð.
Haldinn var fjölmennur kynningarfundur í Reykjahlíðarskóla 14. september s.l. þar sem sveitarstjóri og Reynir Sævarsson verkfræðingur og sérfræðingur í fráveitumálum frá Eflu verkfræðistofu fóru vítt og breitt yfir hugmyndir að úrbótum í fráveitumálum í Mývatnssveit og fyrirhugað fráveitu- og hreinsikerfi í þéttbýlinu í Reykjahlíð.
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu áður en hún verður send Skipulagsstofnun til athugunar. Skipulagsnefnd felur jafnframt skipulags og byggingarfulltrúa að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að breytingu á deiliskipulagi að lokinni afgreiðslu sveitarstjórnar og athugun Skipulagsstofnunar.
Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd að beina því til sveitarstjórnar að skoða formlega aðra möguleika með staðsetningu hreinsistöðvar.

2. Jarðböðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi – 1703017

Tekið fyrir að nýju erindi dags 22. mars 2017 frá Guðmundi Þór Birgissyni f.h. Jarðbaðanna, þar sem hann sækir um heimild sveitarstjórnar Skútustaðahrepps til að láta vinna nýtt deiliskipulag af lóð Jarðbaðanna á kostnað fyrirtækisins með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu dags. 22. mars frá Basalt arkitektum, Eflu verkfræðistofu og Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Við gildistöku nýs deiliskipulags verði eldra deiliskipulag fellt úr gildi. Einnig er óskað eftir því að Skútustaðahreppur geri breytingu á reit 328-S í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 til samræmis við tillögu að nýju deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd lagði til við sveitarstjórn að umsækjanda yrði heimilað að vinna tillögu að deiliskipulagi á kostnað Jarðbaðanna með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags og breytinga á aðalskipulagi. Jafnframt var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar í samráði við umsækjanda, þar sem efni skipulagslýsingar og væntanlegar byggingarframkvæmdir yrðu kynntar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.
Haldinn var almennur kynningarfundur í húsnæði Jarðabaðanna þann 2. maí s.l þar sem skipulags- og matslýsingar voru kynntar, en þær voru síðan auglýstar með athugasemda- og umsagnarfresti frá og með 19. apríl til og með 10. maí 2017.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
RAMÝ, Fjöreggi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landvernd, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun Vegagerðinni og Birki Fanndal.
Innkomin ný gögn 20. september 2017, tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrsla frá Eflu verkfræðistofu og breytingarblað vegna breytingar á aðalskipulagi frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd telur að skipulagsuppdrátturinn sé ekki fullnægjandi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við skipulagshöfundana um að gerðar verði endurbætur á honum og ýmsum atriðum í greinargerðinni sem lúta að utanhússlýsingu, förgun vatns og aðgengi og framtíðaráform varðandi núverandi gufubað. Afgreiðslu frestað.

3. Hlíð, ferðaþjónusta: Tillaga að deiliskipulagi – 1706011

Tekið fyrir að nýju erindi dags 28. maí 2014 frá Önnu Margréti Hauksdóttur, arkitekt, f.h. Gísla Sverrissonar þar sem lögð er fram deiliskipulagslýsing dags í maí 2014 vegna fyrirhugaðs deiliskipulags ferðaþjónustusvæðis í Hlíð. Lýsingin var lögð fram skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkti lýsinguna þann 5. júní 2014 og var leitað umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og hún kynnt fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um frá og með 2. júlí til og með 23. júlí 2014.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun, ÍSAVÍA og Ólafi H. Jónssyni og Bryndísi Jónsdóttur f.h. Reykjahlíðar III.
Innkomin ný tillaga að deiliskipulagi frá AVH dags. 7. nóvember 2016 auk hljóðvistarskýrslu dags í apríl 2016 frá Eflu verkfræðistofu þar sem m.a. hafði verið tekið tillit til athugasemda ISAVIA um að gæta þyrfti að hávaðamörkum vegna nýrra bygginga og aðstöðu í nágrenni við flugvöllinn í samræmi við kröfur skipulagsreglugerðar og reglugerðar um hávaða og taka yrði tillit til hávaða sem af flugumferð stafar m.a. með gerð hljóðspora.
Deiliskipulagið á við um 9,0 ha af svæðinu sem er sunnan og vestan flugvallar. Það afmarkast að norðan af flugvelli og hrauni, að austan af hlíðinni, að sunnan af túnum og að vestan af hrauni. Svæðið er að mestu leyti innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár í Suður- Þingeyjarsýslu skv. lögum nr. 97/2004 og reglugerð nr. 665/2012.
Á fundi nefndarinnar 16. janúar s.l. var eftirfarandi fært til bókar:
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi betri grein fyrir umhverfisáhrifum tillögunnar í umhverfisskýrslu og einnig þurfi að setja skýrari ákvæði um yfirbragð bygginga og mannvirkja. Þá telur nefndin að kanna þurfi hvort fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt deiliskipulagstillögunni séu tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar að teknu tilliti til 2. viðauka í ákvæðum til bráðabirgða í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Nefndin óskar einnig eftir því með vísan í lög og reglugerðir um verndun Mývatns og Laxár að leitað verði umsagnar Umhverfisstofnunar á efni tillögunnar áður en hún verður endanlega tekin fyrir í nefndinni og samhliða gerð deiliskipulagsins verði lögð fram áætlun um hvernig framkvæmdaaðili hyggist mæta kröfum 24. gr. fyrrnefndrar reglugerðar um frárennsli.
Innkomin ný endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu dags. 15.06.2017 frá AVH þar sem brugðist hafði verið að nokkru leyti við ofangreindri bókun nefndarinnar.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 19. júní s.l. og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við skipulagshöfund um markmiðasetningu skipulagsins og framtíðarásýnd svæðisins, í samræmi við umræður á fundinum.
Innkomin ný endurskoðuð gögn frá Aldísi Gísladóttur arkitekt dags í september með vísan í bókun skipulagsnefndar frá 19. júní.
Skipulagsnefnd gerir nokkrar athugasemdir við tillöguna en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar þegar brugðist hefur verið við athugasemdunum þar sem deiliskipulagstillagan, forsendur hennar og umhverfisskýrsla verði kynnt fyrir íbúum sveitarfélagins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

4. Deiliskipulag þéttbýlis Reykjahlíðar: Skipulagshugmyndir á miðsvæði – 1709019

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti skipulagshugmyndir á miðsvæði eins og það er skilgreint í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Hugmyndirnar eru unnar af Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Sveitarstjóra, formanni skipulagsnefndar og skipulags- og byggingafulltrúa falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

5. Fjöregg: Bréf vegna hótels Reykjahlíðar – 1709007

Bréf frá Fjöreggi dags. 7. sept. 2017 til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar þar sem fram kemur áskorun um að synjað verði um breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna fyrirhugaðar framkvæmdar Flugleiðahótela ehf. við Hótel Reykjahlíð.
Vegna bréfsins áréttar skipulagsnefnd að sveitarfélagið hefur ekki fjallað um efnisleg atriði aðalskipulagstillögunnar eftir að athugasemdir Skipulagsstofnunar, dags. 8. ágúst 2016, bárust. Í ljósi þeirra athugasemda var óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar, sem er dagsett 27. október 2016. Skútustaðarhreppur fékk upplýsingar um að umsögnin var borin undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála af Flugleiðahótelum ehf. Úrskurður var kveðinn upp þann 2. maí 2017, þar sem málinu var vísað frá nefndinni. Samkvæmt upplýsingum Skútustaðahrepps, hafa Flugleiðahótel ehf. óskað eftir áliti umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Ekki hefur þótt tímabært að taka málið til frekari málsmeðferðar hjá Skútustaðahreppi í ljósi ofangreinds. Þegar að því kemur verður fjallað um stöðu málsins og mögulegt framhald þess í ljósi gagna og erinda sem hafa borist sveitarfélaginu.

Arnþrúður Dagsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

6. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa – 1702022

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið í sveitarfélaginu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Skipulagsnefnd / 18. september 2018

2. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. september 2018

1. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. september 2018

1. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 29. ágúst 2018

1. fundur

Skólanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Umhverfisnefnd / 3. september 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 10. ágúst 2018

1. fundur

Sveitarstjórn / 27. júní 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur

Skólanefnd / 17. apríl 2018

23. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

47. fundur

Atvinnumálanefnd / 16. apríl 2018

7. fundur

Sveitarstjórn / 11. apríl 2018

74. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 27. mars 2018

18. fundur

Sveitarstjórn / 28. mars 2018

73. fundur

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

46. fundur

Sveitarstjórn / 14. mars 2018

72. fundur

Skólanefnd / 13. mars 2018

22. fundur

Sveitarstjórn / 28. febrúar 2018

71. fundur

Skipulagsnefnd / 26. febrúar 2018

45. fundur

Sveitarstjórn / 15. febrúar 2018

70. fundur

Nýjustu fréttir

Dagskrá 5. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2018

Umferđaröryggisáćtlun fyrir alla sveitina

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Betra seint en aldrei

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Miđvikudagsgöngu frestađ

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Sögustund međ nemendum

 • Fréttir
 • 19. september 2018