61. fundur

 • Sveitarstjórn
 • 13. september 2017

61. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðarvegi 6, 13. september 2017 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti, Sigurður Böðvarsson aðalmaður, Friðrik K. Jakobsson aðalmaður, Elísabet Sigurðardóttir varamaður, Arnheiður Rán Almarsdóttir varamaður og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun: 2018-2021 - 1709001

Sveitarstjóri lagði fram vinnu- og tímaáætlunin fyrir fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára rammaáætlun 2019-2021. Áætlunin byggir á því að fyrri umræða fari fram í sveitarstjórn 22. nóvember n.k. og seinni umræða 13. desember 2017.
Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.

2. Fjárhagsáætlun 2017: Viðaukar - 1709002

Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun 2017:
Reykjahlíðarskóli: 1.000.000 kr. vegna endurnýjunar á tækjum í eldhúsi.
Leikskólinn Ylur: 2.500.000 kr. vegna framkvæmda á leikskólalóð.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann sem verður fjármagnaður með hækkun skammtímaláns.

3. Flugleiðahótel hf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1708010

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 24. ágúst s.l. þar sem Aðalgeir Ásvaldsson f.h. Flugleiðahótela ehf. sækir um rekstrarleyfi í flokki IV, gististaður með áfengisveitingum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

4. Snæuglan ehf: Gatnagerðargjöld - 1709003

Lagt fram bréf frá Pétri Bjarna Gíslasyni fyrir hönd Snæuglunnar ehf. þar sem gerð er athugasemd vegna gatnagerðagjalda fyrir Sniðilsveg 1.
Álagningin er í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins um gatnagerðargjald og því hafnar sveitarstjórn erindinu.

5. Íbúðalánasjóður: Húsnæðisáætlun - 1709004

Sveitarfélögum ber að gera húsnæðisáætlun með aðstoð Íbúðalánasjóðs og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hlutverk húsnæðisáætlana sveitarfélaga er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið geri húsnæðisáætlun og felur atvinnumálanefnd ásamt skipulags- og byggingafulltrúa að greina stöðu húsnæðismála í Skútustaðahreppi og setja fram áætlun um hvernig þeim málum skuli háttað til næstu ára.

6. Skútustaðahreppur: Sameiginlegur starfsmannadagur 2017 - 1708011

Sveitarstjóri fór yfir sameiginlegan starfsmannadag Skútustaðahrepps sem haldinn var 12. september. Allir starfsmenn sveitarfélagsins, rúmlega 30 talsins, hlýddu á fyrirlestra og unnu saman í hópum að sameiginlegum verkefnum. Starfsmannadagurinn tókst vel en hann var liður í nýrri Mannauðsstefnu sveitarfélagsins sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn.

7. Málefni Hofstaða – 1705025

Lagt fram bréf frá Kristínu Huld Sigurðardóttur forstöðumanni Minjastofnunar sem hefur umsjón með Hofstöðum þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið sjái um snjómokstur í vetur á heimreiðinni að Hofstöðum.
Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem umsjón með Hofstöðum er í óvissu.
Sveitarstjórn ítrekar jafnframt fyrri samþykkt frá 1. júní 2017 þar sem segir:
"Sveitarstjórn samþykkir að fara þess á leit við Minjastofnun og Ríkiseignir að sveitarfélagið hafi umsýslu með þeim hluta jarðarinnar sem ekki fellur undir Minjastofnun. Jörðin Hofstaðir er landmikil jörð og talin vera um 1339 ha en ræktað land er 11,8 ha en samkvæmt Hofstaðaskýrslunni eru líklega möguleikar til meiri ræktunar og/eða annarra framkvæmda."

8. Vistorka: Uppbygging hraðhleðslustöðva - 1708015

Vistorka, Eimur og Norðurorka í samstarfi við 11 sveitarfélög á Norðurlandi sendu 30. september 2016 til Orkusjóðs, umsókn um styrk til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Farin var sú leið að tengja saman í eina umsókn opinbera aðila á svæði sem telur vel yfir 30 þúsund manns og teygir sig yfir allt Norðurland. Þetta var gert til að tryggja lágmarks þjónustustig fyrir rafbíla á svæðinu og að uppbyggingin yrði örugglega samræmd og heildstæð.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við ON varðandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla í sveitarfélaginu.

9. Skipulagsstofnun: Hólasandslína 3 - beiðni um umsögn - 1708016

Fyrirhuguð framkvæmd, tenging Hólasands og Akureyrar, Hólasandslína 3 og fyrirhugað línustæði er í samræmi við Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025 og Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að tillagan geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar á þessu stigi og gerir ekki athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, gagnaöflun sem fyrirhuguð er, hvernig standi til að vinna úr gögnum til að meta umhverfisáhrif og hvernig eigi að setja þau fram í frummatsskýrslu að teknu tilliti til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 665/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórn vill þó vekja athygli á því að línan er að mjög litlu leyti innan sveitarfélagamarka Skútustaðahrepps eða á ca 2,5 km kafla og lega hennar í fyrrnefndum skipulagsáætlunum er það þröngt skilgreind að mat á mismunandi línustæðum kemur vart til álita.
Skútustaðahreppur er leyfisveitandi vegna útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. reglugerð umn framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og ákvörðun um endanlegt línustæði er háð samþykki sveitarstjórnar Skútustaðahrepps.

10. Neyðarlínan ohf: Drekagil. Deiliskipulag vegna smávirkjunar - 1706012

Sveitarstjórn samþykkir skipulags- og matslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 mæla fyrir um.
Sveitarstjórn beinir jafnframt þeim tilmælum til Vatnajökulsþjóðgarðs að beita sér fyrir heildarskipulagi svæðisins í samvinnu við helstu hagsmunaaðila.

11. Vogajörðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1705016

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi að teknu tilliti til athugasemda Vegagerðarinnar og svara skipulagsnefndar við þeim. Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar með fyrrgreindum breytingum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

12. Vogar III: Umsókn um stofnun lóðar - 1708014

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hana í Fasteignaskrá.

13. Forsætisráðuneytið: Vikraborgir - 1708012

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hana í Fasteignaskrá.

14. Skýrsla sveitarstjóra - 1611024

Sveitarstjóri fór yfir og lagði fram skýrslu um helstu verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Skýrslan verður jafnframt birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

15. Skipulagsnefnd: Fundargerðir - 1611022

Fundargerð 40. fundar skipulagsnefndar dags. 28. ágúst 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 3, 4, 6 og 7 hafa þegar verið teknir fyrir og afgreiddir af sveitarstjórn (sjá liði 10, 11, 12 og 13 í þessari fundargerð).
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

16. EYÞING: Fundargerðir - 1611006

Fundargerð 298. fundar stjórnar Eyþings dags. 22. ágúst 2017 lögð fram.
Sveitarstjórn telur ákvörðun meirihluta stjórnar Eyþings um að leggja af almenningssamgöngur frá Húsavík til Þórshafnar óboðlegar með öllu. Það er forsenda samstarfs um almenningssamgöngur á Eyþingssvæðinu að boðin sé að lágmarki þjónusta milli allra þéttbýlisstaða svæðisins. Sveitarstjórn skorar á stjórn Eyþings að endurskoða ákvörðun sína og leggja frekar megináherslu á endurskoðun rekstrarins almennt og útfærslu þjónustunnar.

17. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1611015

Fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 1. september 2017 lögð fram.
Sveitarstjórn tekur undir bókun sambands um þann mikla vanda sem blasir við í sauðfjarrækt og mikilvægi þess að ríkið komi að lausn vandans sem fyrst.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í sauðfjárrækt vegna lækkunar á afurðaverði til sauðfjárbænda. Verði af þeirri lækkun er um gríðarlegt tekjutap að ræða fyrir sauðfjárbændur og skapast getur forsendubrestur fyrir áframhaldandi búrekstri.
Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að bregðast skjótt við þeim vanda sem blasir við og þær aðgerðir sem gripið verði til verði sauðfjárræktinni til styrkingar og eflingar til framtíðar.
Jafnframt beinir sveitarstjórn því til atvinnumálanefndar að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að auka verðmæti afurða úr héraðinu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skóla- og félagsmálanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Skipulagsnefnd / 18. september 2018

2. fundur

Atvinnumála- og framkvćmdanefnd / 5. september 2018

1. fundur

Velferđar- og menningarmálanefnd / 4. september 2018

1. fundur

Skóla- og félagsmálanefnd / 29. ágúst 2018

1. fundur

Skólanefnd / 19. september 2018

2. fundur

Umhverfisnefnd / 3. september 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 10. ágúst 2018

1. fundur

Sveitarstjórn / 27. júní 2018

2. fundur

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur

Skólanefnd / 17. apríl 2018

23. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

47. fundur

Atvinnumálanefnd / 16. apríl 2018

7. fundur

Sveitarstjórn / 11. apríl 2018

74. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 27. mars 2018

18. fundur

Sveitarstjórn / 28. mars 2018

73. fundur

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

46. fundur

Sveitarstjórn / 14. mars 2018

72. fundur

Skólanefnd / 13. mars 2018

22. fundur

Sveitarstjórn / 28. febrúar 2018

71. fundur

Skipulagsnefnd / 26. febrúar 2018

45. fundur

Sveitarstjórn / 15. febrúar 2018

70. fundur

Nýjustu fréttir

Dagskrá 5. fundar sveitarstjórnar

 • Fréttir
 • 20. september 2018

Umferđaröryggisáćtlun fyrir alla sveitina

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Betra seint en aldrei

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Miđvikudagsgöngu frestađ

 • Fréttir
 • 19. september 2018

Sögustund međ nemendum

 • Fréttir
 • 19. september 2018