Gengiđ um Helgey

  • Fréttir
  • 13. september 2017

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands í Skútustaðahreppi halda áfram í dag, miðvikudaginn 13. september kl. 18:00. Gengið verður um Helgey. Laxá fellur úr Mývatni í þremur kvíslum sem mynda tvær eyjar, Geldingey og Helgey. Þar er fjölbreytt fuglalíf, einstök náttúra og miklar söguslóðir að fornu og nýju.
Mæting við afleggjara í Helgey 300 m. austan við Geirastaðaafleggjara.
Göngustjóri: Hjördís Finnbogadóttir.

Allir velkomnir. Þátttaka er ókeypis.

Skútustaðahreppur er Heilsueflandi samfélag og hvetur Mývetninga til þess að fjölmenna í göngurnar í góðum félagsskap til að efla heilbrigði, vellíðan og lífsgæði. Lýðheilsugöngurnar eru samvinnuverkefni Ferðafélags Íslands og Skútustaðahrepps.

Deildu ţessari frétt