Ćfingatafla Mývetnings - Tímatafla íţróttamiđstöđvar

  • Fréttir
  • 13. september 2017

Æfingar Mývetnings hefjast mánudaginn 18. september og eru iðkendum félagsins að kostnaðarlausu. Soffía Kristín mun þjálfa blandaðar íþróttir og íþróttaskólann fyrir börn 1.-4. bekk og Ingibjörg Helga mun þjálfa krakkaZumba fyrir börn í 1.-7. bekk. Fótbolti barna verður í umsjá Bjössa og Jóhönnu Jósa og verða þeir Hinrik Geir og Þorsteinn gestaþjálfarar. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 5.-10. bekk en ef yngri nemendur hafa áhuga og treysta sér til að æfa með eldri nemendum eru þeir velkomnir. 

Byrjendablak er opið fyrir alla þá sem hafa áhuga að prófa blak. Þjálfarar eru Arnheiður Rán og Jóhanna Jósa. Stefnt er að skíðaæfingum seinna í vetur og að frjálsíþróttaæfingar verði eftir áramót.

Krakkatímar á laugardögum verða með sama sniði líkt og síðasta vetur nema að þeir verða í boði Mývetnings í vetur. Zumba og jóga hefst seinna og verður það nánar auglýst síðar.

Æfingatafla Mývetnings haust 2017

Deildu ţessari frétt