Sameiginlegur starfsmannadagur

  • Sveitarstjórn
  • 11. september 2017

Eins og fram kemur hér eru stofnanir Skútustaðahrepps lokaðar þriðjudaginn 12. september n.k. vegna sameiginlegs starfsmannadags alls starfsfólks Skútustaðahrepps. Þá munu um 30 starfsmenn sveitarfélagsins hlýða á fyrirlestra og vinna saman í hópum að sameiginlegum verkefnum. Dagskrá starfsmannadagsins er eftirfarandi:

Kl. 8.00   Húsið opnar. Morgunmatur.
Kl. 8.30   Kynning á nýrri Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps. Sveitarstjóri.
Kl. 9.00   Skyndihjálparnámskeið.
Kl. 11.10 Gildi sveitarfélagsins. Hópavinna þar sem rætt verður um gildi í starfsemi sveitarfélagsins.
Kl. 11.45 Hádegismatur
Kl. 12.30 Sigrún Heimisdóttir sálfræðingur 
   • Starfsandi og mótun liðsheildar.  Áskoranir í samskiptum
Kl. 14.45 Starfsmannafundir á hverri starfsstöð. 

Reykjahlíðarskóli, leikskólinn Ylur og íþróttamiðstöð verða lokuð þennan dag en íþróttamiðstöðin opnar kl. 16:00 fyrir almenning.

Deildu ţessari frétt