40. fundur

  • Skipulagsnefnd
  • 28. ágúst 2017

40. fundur skipulagsnefndar haldinn að Hlíðarvegi 6, 28. ágúst 2017 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson formaður, Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður, Birgir Steingrímsson aðalmaður, Karl Emil Sveinsson varamaður, Hólmgeir Hallgrímsson varamaður, Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri og Bjarni Reykjalín skipulags- og byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

 

1.

Hótel Reykjahlíð: Breyting á aðal- og deiliskipulagi - 1705020

 

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta málinu.

     

2.

Þéttbýli Reykjahlíðar: Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna nýrrar lóðar undir hreinsistöð – 1705014

 

Tekið fyrir að nýju en erindið var síðast til umfjöllunar hjá nefndinni 15. maí s.l. Á þann fund kom Árni Ólafsson, arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf og kynnti skipulags- og matslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags vegna lóðar undir skólphreinsistöð að Sniðilsvegi 3 í Reykjahlíð. Áður hafði verið fjallað um í nefndinni tillögu að breytingu á deiliskipulagi og samhliða breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem landnotkun lóðarinnar er breytt úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd fór yfir drög að skipulags- og matslýsingu á fundi sínum 19. júní s.l.og lagði til við sveitarstjórn að hún yrði samþykkt með breytingum sem rætt um var á fundinum.
Skipulags- og matslýsing voru kynntar frá og með fimmtudeginum 6. júlí athugasemdafresti til og með fimmtudeginum 27. júlí 2017.
Umsagnir/athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum. Fjöreggi, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Birki Fanndal, Stefáni Stefánssyni, Ólafi H. Jónssyni og undirskriftalistum með mótmælum 59 íbúa í Reykjahlíð sem mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum við skólphreinsistöð.


Vegna framkominna athugasemda tekur skipulagsnefnd undir ákörðun sveitarstjórnar að efna til almenns kynningarfundar fyrir íbúa í sveitarfélaginu þar sem sérfræðingar í fráveitumálum muni gera grein fyrir og kynna tillögur að fráveitukerfi og fyrirkomulagi á fyrirhugaðri skólphreinsistöð í þéttbýlinu í Reykjahlíð. Jafnframt mun sveitarstjórn fara yfir stöðu fráveitumála og kynna umbótaáætlun til næstu 5 ára.

     

3.

Neyðarlínan ohf: Drekagil. Deiliskipulag vegna smávirkjunar - 1706012

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 16. júní 2017 frá Neyðarlínunni ohf, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík þar sem sótt er um heimild sveitarstjórnar Skútustaðahrepps skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að vinna deiliskipulag á kostnað umsækjanda vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar við Dreka skv. meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu frá Landmótun. Þar sem skipulags- og matslýsing var ófullnægjandi að mati nefndarinnar var afgreiðslu málsins frestað á síðasta fundi hennar 19. júní s.l. Innkomin ný og endurbætt skipulags- og matslýsing 21. ágúst 2017.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 mæla fyrir um.

     

4.

Vogajörðin: Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 1705016

 

Tekið fyrir að nýju, en erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 15. maí s.l. samhliða umfjöllun hennar um deiliskipulag Vogajarðarinnar Á þeim fundi lagði meirihluti skipulagsnefndar til við sveitastjórn að hún heimilaði að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Hverfjalls í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkti þann 1. júní s.l. að heimila auglýsingu á deiliskipulagsbreytingunni og var hún auglýst frá og með 16. júní með athugasemdarfresti til og með 28. júlí 2017.
Umsagnir án athugasemda bárust frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Eftirfarandi athugasemdir bárust frá Vegagerðinni: í tölvubréfi dags. 2. ágúst 2017:
(Vegagerð innan marka friðlýsts svæðis fellur undir lið 10.09, flokk B, í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Tilkynna skal framkvæmdina til Skipulagsstofnunar sem ákvarðar hvort hún skuli háð mati á umhverfisáhrifum
.)


 

 

Athugasemd

Svör skipulagsnefndar:

1

Á skipulagsuppdrætti er sýnd ný lega Hverfjallsvegar (8816-01) meðfram Hverfjalli en vegurinn er á vegaskrá sem tengivegur. Ekki hefur verið haft samráð við Vegagerðina um nýja legu vegar líkt og á að gera skv. 28. gr. Vegalaga nr. 80/2007. Engar fjárveitingar eru í færslu og/eða uppbyggingu Hverfjallsvegar í samgönguáætlun og ekki fyrirséð hvort og þá hvenær fjárveiting fæst vil verksins. Rétt er líka að benda á þriðju málsgrein 28. greinar Vegalaga varðandi kostnað[1].

Endanleg ákvörðun veglínu og hönnun vegarins verður unnin í samráði/samvinnu við Vegagerðina. Eðli máls samkvæmt fara framkvæmdir ekki inn á framkvæmdaáætlanir fyrr en grunnforsendur hafa verið skilgreindar í skipulagi.

Sveitarstjórn væntir góðrar samvinnu við Vegagerðina um brýnar endurbætur á aðkomu að Hverfjalli.

2

Ný veglína liggur í gegn um hraun innan friðlands. Ekki kemur fram hvort þörf sé á að kanna matsskyldu framkvæmdar eða hvort hún þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum.

Í umhverfisskýrslu á blaði 4.3 segir: Nýr vegur á verndarsvæði er tilkynningaskyldur til Skipulagsstofnunar skv. 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Mun Skipulagsstofnun meta hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Í umhverfisskýrslu er gerð grein fyrir helstu umhverfisáhrifum áætlunarinnar.

3

Varðandi bílastæði er vísað í ofangreint varðandi kostnað. Betra er að bílastæði séu sömu megin og göngustígur en „sumarstæði“ eru hinu megin við akstursleið. Á uppdrætti er gert ráð fyrir stækkunarmöguleika fyrir rútustæði. Spurning er hvort ekki sé rétt að hafa þau stæði inni á skipulagi en merkt sem áfangi 2 til að þurfa ekki að breyta skipulagi síðar fyrir stækkun.

Skipulagsnefnd þakkar ábendingu um rútustæði og leggur til að deiliskipulagið nái yfir stækkunarmöguleika. Áfangaskipta má gerð stæðanna.

[1] 3. mgr. 28. gr. vegalaga nr. 80/2007: Ef þjóðvegi er að ósk sveitarstjórnar valinn annar staður en sá sem Vegagerðin telur betri með tilliti til kostnaðar og tæknilegrar útfærslu og það leiðir til aukins kostnaðar er heimilt að krefja viðkomandi sveitarfélag um kostnaðarmuninn. Rísi ágreiningur um réttmæti slíkrar kröfu eða um fjárhæð skal málinu skotið til ráðherra til úrskurðar

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt að teknu tilliti til athugasemda Vegagerðarinnar og svara nefndarinnar við þeim. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar svo breyttrar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

     

5.

Múlavegur 7: Umsókn um breytingu á deiliskipulagsskipulagsskilmálum o.fl. – 1703019

 

Tekið fyrir að nýju en erindið var síðast á dagskrá Skipulagsnefndar 15. maí s.l. Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrir nágrönnum tillögu að breytingum á byggingarskilmálum þar sem heimilt verði að breyta þakhalla úr 14°-22° í 38° og leyfileg hámarkshæð hækki um 40 cm eða úr 5,4 m í 5,8 m. Nefndin tók jákvætt í önnur atriði í umsókninni og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu önnur atriði í umsókn umsækjanda sem undir hans starfssvið heyra þegar niðurstaða úr grenndarkynningu liggur fyrir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti erindið með grenndarkynningarbréfi dags 12. júní með athugasemdafresti til og með 14. júlí 2017.
Athugasemdir bárust frá Steingrími Jóhannessyni Múlavegi 9 og Ísak Sigurðssyni, Múlavegi 5.

Athugasemdir í átta liðum frá Steingrími Jóhannessyni í bréfi dags 10. júlí 2017:

 

 

Athugasemdir:

Svör skipulagsnefndar:

1

Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin Múlavegur 7 931m2 með hámarksnýtingu upp á 0,3 sem gerir byggingarmagn upp á 279 m2. Samkvæmt þeim gögnum sem mér voru send nema heildar mannvirki sem á að reisa þ.e. íbúðarhús, bílskúr og gróðurhús samtals 300,4m2.

Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð umfram gildandi deiliskipulagsskilmála. Komi til útgáfu byggingarleyfis verður þess gætt að byggingarmagn verði innan leyfilegra marka.

2

Gerð er athugasemd við staðsetningu bílskúrs sem yrði beint fyrir framan suðurglugga (stofuglugga) og pall íbúðarhúss við Múlaveg 9 og hefði það í för með sér verulega skert útsýni og hugsanlega rýrnun á verði eignarinnar.

Sjá eftirfarandi grein 4.5.1.1 EINBÝLISHÚS (E) í skipulagsgreinargerð:

„Gera skal ráð fyrir að bílskúr verði byggður við ný einbýlishús.“ Á deiliskipulagsuppdrætti er gert ráð fyrir að bílskúrar verði á norðurmörkum byggingarreita (í þessu tilfelli á lóðarmörkum Múlavegar 7 og 9) eins og gert er ráð fyrir í þessu tilfelli.

3

Samkvæmt deiliskipulagi á þakhalli að vera 14°-22° og mænisás 5,4 m en óskað er eftir hækkun á þakhalla upp í 38° og hæð á mænisás um 40 cm eða í 5,8 m. Samt sýnir teikningin sem send var inn mænisás upp á 6 m. Þarna er mikið ósamræmi.

Í grenndarkynningu er gert ráð fyrir 40 cm hækkun umfram leyfilega hámarkshæð í skipulagsskilmalum. Við hugsanlega útgáfu byggingarleyfis verður hækkun umfram 40 cm ekki leyfð.

4

Lóðaruppdráttur dagsettur 18.06.1996 eftir Gylfa Guðjónsson sýnir að mænisstefna á lóðum 5, 7, 9 og 11 við Múlaveg skuli vera eins. Þegar leyfi var veitt fyrir byggingu á lóðinni Múlavegi 9 var það eftir þessum uppdrætti og ég veit til að það sama gildir um leyfið sem veitt var fyrir byggingu á Múlavegi 5. Því finnst mér það algjört stílbrot að bygging á lóðinni Múlavegi 7 verði leyfð eins og hún er hönnuð og leggst því gegn því að leyfi fyrir henni verið veitt.

Umræddur lóðaruppdráttur frá 18. júní 1996 hefur ekkert skipulagslegt gildi. Grenndarkynntar tillögur eru í samræmi við gildandi deiliskipulag að öðru leyti en því sem gerð er grein fyrir í grenndarkynningu.

5

Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin skipulögð fyrir einbýlishús á einni hæð en samkvæmt teikningu er um að ræða parhús/tvíbýli sem sýnir að mannhæðar hátt loft verði í íbúðunum en engar teikningar fylgja efri hæðinni. Einnig hefur undirritaður áhyggjur að þessi bygging eigi að þjóna hlutverki gistiheimilis en ekki íbúðarhúsnæðis og það samræmist ekki byggingum sem leyfðar eru á þessari lóð.

Grenndarkynnt tillaga gerir ráð fyrir einbýlishúsi skv. skilgreiningu í byggingarreglugerð og í risi er gert ráð fyrir geymslurými en ekki íveruherbergjum. Skv. gildandi deiliskipulagi er ekki heimilt að reka gistiheimili á svæðinu

6

Einnig lýsi ég yfir áhyggjum á því að óskað er eftir að núverandi íbúðarhús fái að standa á meðan byggingu stendur og að einungis standi til að byggja suðurhelming byggingarinnar fyrst. Hef ég áhyggjur að gamla íbúðarhúsið verði notað áfram sem gistiheimili til að safna peningum fyrir seinni helming framkvæmdarinnar og að það endi með því að þetta muni allt dragast á langinn og jafnvel taka mörg ár.

Verði af útgáfu byggingarleyfis munu verða settir ákveðnir skilmálar um hugsanleg áfangaskipti og stöðu á núverandi íbúðarhúsi á meðan á byggingarframkvæmdum stendur. Tekið verður tillit þessara athugasemda ef af byggingarframkvæmdum verður.

7

Hef ég miklar áhyggjur af því að þessi bygging komi til með að rýra mína eign og möguleika á sölu síðar meir. Geri ég þá kröfu að ef þessi bygging verði leyfð skuldbindi Skútustaðahreppur sig til að kaupa eignina Múlaveg 9 ef ég hyggist selja og ásættanlegt verð fáist ekki. Kaupverð yrði ákveðið af þar til bærum matsmönnum.

Sjá skipulagslög nr. 123/2010 1. mgr. 51. gr.

Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna.
Leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.

8

Að auki vill undirritaður benda á að hann hafi ávallt sýnt eiganda Múlvegs 7 fullan skilning á stöðu mála og ekki gert neinar athugasemdir þó lóðarmörkum hafi verið breytt, bráðarbirgðar stöðuleyfi fyrir íbúðarhúsnæðinu endurnýjað og heimild veitt til gistirekstur. Því finnst mér þessi umsókn og þessi stærð á parhúsi/tvíbýli mjög mikil lítilsvirðing við mig.

Huglæg athugasemd sem hefur ekki skipulagslega skírskotun, en það skal ítrekað að ekki er heimilt að reka gistiheimili í skilgreindu íbúðasvæði í þéttbýlinu í Reykjahlíð.

 

 

Athugasemdir í fimm liðum frá Ísak Sigurðssyni í bréfi dags 9. júlí 2017:

 

 

Athugasemdir:

Svör skipulagsnefndar:

1

Gerð er athugasemd við fyrirhugað byggingarmagn á lóðinni en það er töluvert umfram leyfilegt hámarks byggingarmagn samkvæmt ríkjandi deiliskipulagi eða um 20m2.

Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð umfram gildandi deiliskipulagsskilmála. Komi til útgáfu byggingarleyfis verður þess gætt að byggingarmagn verði innan leyfilegra marka.

2

Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin ætluð undir einbýlishús á einni hæð en teikningar sem fylgja sýna að reisa eigi tvíbýli á tveimur hæðum og það samræmist engan veginn gildandi deiliskipulagi.

Grenndarkynnt tillaga gerir ráð fyrir einbýlishúsi skv. skilgreiningu í byggingarreglugerð og í risi er gert ráð fyrir geymslurými en ekki íveruherbergjum. Ekki er um að ræða tvíbýli á tveimur hæðum. Skv. gildandi deiliskipulagi er ekki heimilt að reka gistiheimili á svæðinu

3

Samkvæmt deiliskipulagi skal hámarkshæð á mænisás vera 5,4 m og þakhalli 14°-22°. Sótt er um 5,8m hæð á mænisás þó svo að teikningar sýni 6m, einnig er sótt um 38° þakhalla. Tel ég að þetta sé gert til að geta haft tvær hæðir og allt í þessum lið stangast á við ríkjandi deiliskipulag.

Í grenndarkynningu er gert ráð fyrir 40 cm hækkun umfram leyfilega hámarkshæð í skipulagsskilmálum. Við hugsanlega útgáfu byggingarleyfis verður hækkun umfram 40 cm ekki leyfð. Sjá einnig svar við lið nr. 1.

4

Þessi bygging mun takmarka útsýni til norðvesturs sem og auk stærðarinnar gæti haft neikvæð áhrif á verð fasteignar við Múlaveg 5 og gert erfiðara um vik að selja komi til þess. Geri ég þá kröfu að Skútustaðahreppur skuldbindi sig til að kaupa af mér eignina við Múlaveg 5 óski ég þess og ásættanleg tilboð frá öðrum kaupanda berist ekki. Fengir yrðu til þess bærir matsmenn að meta réttmætt verð eignarinnar.

Í þéttbýli er ekki hægt að tryggja öllum íbúum óhindrað útsýni þótt slít teljist almennt óumdeild gæði. Varðandi hugsanleg neikvæð áhrif á verð fasteigna er vísað í skipulagslög nr. 123/2010

1. mgr. 51. gr.

„Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna.
Leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.“

5

Einnig lýsi ég yfir áhyggjum að ætlunin sé að nýta húsnæðið til gistirekstur og vísa þar til að samkvæmt teikningum er um að ræða tvær íbúðir og sér baðherbergi fylgir hverju herbergi.

Sjá svar við lið nr .2

Skv. gildandi deiliskipulagi er ekki heimilt að reka gistiheimili í skilgreindu íbúðarsvæði í þéttbýlinu í Reykjahlíð.

 

 

Vegna fram kominna athugasemda leggst skipulagsnefnd gegn því að gerðar verði breytingar á byggingarskilmálum í gildandi deiliskipulagi. Nefndin fellst því ekki á fyrirliggjandi tillögu að íbúðarhúsi á lóðinni og leggur áherslu á að ekki verði vikið frá gildandi deiliskipulagsskilmálum komi til byggingarframkvæmda á lóðinni.

     

6.

Vogar III: Umsókn um stofnun lóðar - 1708014

 

Erindi dags 13. ágúst frá Jakobi Stefánssyni, f.h. landeigenda Voga III, þar sem hann sækir um heimild til að stofna íbúðarhúsalóð í landi Voga III, skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.
Skipulagsnefnd samþykkir að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna lóðarstofnunarinnar í samræmi við umræður á fundinum.

     

7.

Forsætisráðuneytið: Vikraborgir - 1708012

 

Erindi dags 3. júlí 2017 frá Regínu Sigurðardóttur f.h. forsætisráðuneytisins þar sem hún sækir um heimild til að stofna lóð fyrir þjónustubyggingar í Vikraborgum skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dags 30. maí 2017 frá Landmótun og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna lóðina í Fasteignaskrá.

 

     

8.

Vatnajökulsþjóðgarður: Vindmylla í Drekagili - 1708013

 

Erindi dags 18. ágúst 2017 frá Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur, f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem sótt er um leyfi fyrir vindmyllu í Drekagili fram til loka september á sama stað og leyfi var veitt fyrir árið 2016. Tímabundið leyfi var veitt haustið 2016, en vegna misskilnings var vindmyllan sett upp aftur þar sem umsækjandi taldi að þá hefði verði um varanlega leyfisveitingu að ræða. Skv. upplýsingum frá umsækjanda liggur fyrir munnlegt samþykki annarra rekstraraðila á svæðinu fyrir framkvæmdinni. Þá kemur fram í umsókn að þjóðgarðurinn mun gera það sem í hans valdi stendur til að hraða varanlegri lausn á orkuöflun í Drekagili, þ.e. þeirri hugmynd sem unnið er að varðandi vatnsaflsvirkjun í Drekagili.
Þar sem unnið er að varanlegri lausn á orkuöflun í Drekagili fellst Skipulagsnefnd á að veita tímabundið leyfi fyrir vindmyllu til loka september 2017, enda liggur fyrir skriflegt samþykki annarra rekstraraðila á svæðinu.

     

9.

Reykjahlíð: Umferðaröryggismál skólabarna - 1703020

 

Lögð fram skýrsla um umferðaröryggismál sem Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson hjá Eflu verkfræðistofu hefur unni fyrir Skútustaðahrepp.
Markmiðið með verkefninu var að skoða umferðaröryggismál í Reykjahlíð fyrir Skútustaðarhrepp í tengslum við nýtt deiliskipulag.
Umferðartalningar og mælingar á umferðarhraða voru hvorki til né gerðar fyrir minnisblaðið. Mælt er með að slíkar mælingar verði gerðar.
Í fyrsta kafla er farið yfir staðhætti almennt í Reykjahlíð. Kafli 2 tekur á uppbyggingu þeirra þ.e. götukassa/götuþversniði og þar með umferðaröryggi. Kafli 3 tekur á umferðaröryggi fyrir skólabörn til og frá skóla. Kafli 4 tekur á mögulegri legu og útlit nýrra hjólastíga í og við Reykjahlíð.
Skipulagsnefnd fagnar fram kominni skýrslu um umferðaröryggismál í Reykjahlíð og samþykkir að vísa henni til umsagnar hjá skólanefnd og foreldrafélagi leik- og grunnskóla.

 

     

10.

Skútustaðahreppur: Fundadagatal 2017 - 1611050

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram eftirfarandi tillögu að fundadögum skipulagsnefndar á haustmisseri 2017.
28. ágúst
25. september
30. október
27. nóvember
18. desember
Skipulagsnefnd samþykkir þessa fundadaga.

     

11.

Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa - 1702022

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið í sveitarfélaginu.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Sveitarstjórn / 14. júní 2018

1. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 31. maí 2018

13. fundur

Sveitarstjórn / 24. maí 2018

78. fundur

Sveitarstjórn / 16. maí 2018

77. fundur

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

48. fundur

Sveitarstjórn / 9. maí 2018

76. fundur

Umhverfisnefnd / 2. maí 2018

12. fundur

Sveitarstjórn / 25. apríl 2018

75. fundur

Atvinnumálanefnd / 24. apríl 2018

8. fundur

Skólanefnd / 17. apríl 2018

23. fundur

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

47. fundur

Atvinnumálanefnd / 16. apríl 2018

7. fundur

Sveitarstjórn / 11. apríl 2018

74. fundur

Félags- og menningarmálanefnd / 27. mars 2018

18. fundur

Sveitarstjórn / 28. mars 2018

73. fundur

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

46. fundur

Sveitarstjórn / 14. mars 2018

72. fundur

Skólanefnd / 13. mars 2018

22. fundur

Sveitarstjórn / 28. febrúar 2018

71. fundur

Skipulagsnefnd / 26. febrúar 2018

45. fundur

Sveitarstjórn / 15. febrúar 2018

70. fundur

Umhverfisnefnd / 8. febrúar 2018

11. fundur

Umhverfisnefnd / 1. febrúar 2018

10. fundur

Skólanefnd / 25. janúar 2018

21. fundur

Sveitarstjórn / 24. janúar 2018

69. fundur

Umhverfisnefnd / 16. janúar 2018

9. fundur

Landbúnađar- og girđinganefnd / 9. janúar 2018

12. fundur

Skipulagsnefnd / 15. janúar 2018

44. fundur

Sveitarstjórn / 10. janúar 2018

68. fundur

Sveitarstjórn / 13. desember 2017

67. fundur