Skipulagsauglýsingar

  • 29. ágúst 17

Auglýsing um skipulag við Drekagil

Skútustaðahreppur auglýsir hér með breytingu á áður auglýstri skipulags- og matslýsingu vegna áforma Neyðarlínunnar ohf. um að byggja litla heimarafstöð austan við ferðaþjónustusvæðið í Drekagili, í ánni sem rennur úr Drekagili.

skipulags- og matslýsing skv.1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum nr. 105/2006 um mat á umhverfisáhrifum mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps til og með miðvikudeginum 31. janúar 2018. Lýsingin verður einnig aðgengileg á sama tíma á heimasíðu Skútustaðahrepps: http:www //skutustadahreppur.is undir: Skipulagsauglýsingar (hnappur efst á forsíðu). Þeim sem vilja gera athugasemdir við lýsingarnar eða koma með ábendingar er gefinn frestur til og með miðvikudeginum 31. janúar til að koma þeim skriflega á framfæri til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is.

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps

Skipulags- og matslýsing


Auglýsing um deiliskipulag

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 13. desember 2017 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

DEILISKIPULAG ÓSKIPTS LANDS VOGA:

Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa látið vinna heildarskipulag yfir allt óskipt land Voga. Annars vegar er lögð fram tillaga að deiliskipulagi alls upplandsins, sem sýnir heildarmynd og samhengi afmarkaðra deiliskipulagssvæða og hins vegar deiliskipulag einstakra framkvæmdasvæða, sem sýnir nánari útfærslu þeirra

Ráðgert að byggja upp og bæta aðstöðu m.a. við Grjótagjá, Vogagjá, Lúdentsborgir og bæta aðkomu að Hverfjalli og Lofthelli. Lagðir eru fram sérstakir deiliskipulagsuppdrættir þessara svæða og afmörkuð framkvæmdasvæði vegna aðkomu og aðstöðu við Lofthelli.

Vogauppland - Greinargerð

Vogauppland - Heildaruppdráttur

Vogauppland - Breyting

Grjótagjá - A2

Grjótagjá - Skýringaruppdráttur

Grjótagjá - Greinargerð

Vogagjá - A2

Vogagjá - Skýringaruppdráttur

Vogagjá - Greinargerð

Lúdent - Skipulagstillaga

Lúdent - Skýringarmynd

DEILISKIPULAG FYRIR HLÍÐ FERÐAÞJÓNUSTU:

Skipulagssvæðið er um 9 ha að stærð og er sunnan og vestan Reykjahlíðarflugvallar. Það afmarkast að norðan af flugvelli og hrauni, að austan af hlíðinni, að sunnan af túnum og að vestan af hrauni og er að mestu leyti innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár í Suður –Þingeyjarsýslu. Í deiliskipulagstillögunni er lögð áhersla á að ná fram heildarsvip á svæðið en leyfa sérkennum þess og náttúru að njóta sín. Á svæðinu mun auk þeirrar starfsemi sem fyrir er verða gert ráð fyrir nýjum gistihúsum, smáhýsum, tjaldsvæði, svæði fyrir ferðavagna, bílastæðum og aðstöðu fyrir starfsmenn. Deiliskipulagstillögunni fylgir umhverfisskýrsla.

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með föstudeginum 15. desember til og með föstudeginum 2. febrúar 2018. Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.skutustadahreppur.is undir Skipulagsauglýsingar (efst á forsíðu).

Hlíð - Byggingaskrá

Hlíð - Deiliskipulag

Hlíð - Greinargerð

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 2. febrúar 2018. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.

Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR