Skipulagsauglýsingar

 • Reykjahlíđarskóli
 • 29. ágúst 2017

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis

 

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 21. maí 2019, samanber einnig bókun

skipulagsnefndar, dags. 18.05.2019,  erindi dags 14.05.2019 sbr. erindi dags

11.07.2018 frá Landsnet vegna veitingar framkvæmdaleyfis fyrir:

 

Kröflulínu 3, 220 kV háspennulína. Lagningu þess hluta Kröflulínu 3 sem er innan Skútustaðahrepps frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirki við Fljótsdalsstöð í Fljótsdal. Næst Kröflustöð og austur undir Vegasveina eru mólendi og melar. Þar beygir línan til suðausturs inn á hraunbreiðu Mývatnsfjalla. Hraunbreiðan er gróin á vestasta hluta leiðarinnar en verður sandorpin og gróðurlítil nær Jökulsá á Fjöllum.

Áætlað efnismagn í alla línuna vegna slóðagerðar og plana er á bilinu 300.000-350.000 m3 þar af í Skútustaðahreppi um 110.000 m3. Í Skútustaðahreppi er gert ráð fyrir 7 efnistökusvæðum sem allar eru á aðalskipulagi Skútustaðahrepps.

Fyrirhuguð línuleið er um óskipt land jarðarinnar Reykjahlíðar innan Skútustaðahrepps.

 

Gögn vegna leyfisumsóknar:

 • Umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 14.05.2019 sbr. umsókn dags 11.07.2018
 • Kröflulína 3, 220 kV háspennulínu, lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis í Skútustaðahreppi.
 • Yfirlitskort af fyrirhugaðri línuleið Kröflulínu 3
 • Teikningar af möstrum
 • Loftmyndakort úr matsskýrslu Kröflulínu 3
 • Verkhönnun og vinnuteikningar.
 • Matsskýrsla og viðaukar fyrir: Kröflulína 3, 220 kV háspennulína.
   
  Skipulagslegar forsendur leyfisveitingar:
 • Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.
 • Svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.
 • Deiliskipulag Kröfluvirkjunar
 • Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli sérstaks mats um framkvæmdina;     Kröflulína 3, 220 kV háspennulína.

Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 6. desember 2017 má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/1248/201409068.pdf

Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess er að finna á heimasíðu Skútustaðahrepps, www.skutustadahreppur.is, undir flipanum skipulagsauglýsingar efst á forsíðu.  

Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

 

Guðjón Vésteinsson

skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps

Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis í Skútustaðahreppi

Umsókn

Umsókn_uppfærð

Yfirlitskort

Teikningar af möstrum

Framkvæmdaleyfi

 

_________________________________________________________________________________________________________

 

Efnistaka úr Sandskarðsnámu

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 21. maí 2019 umsókn frá stjórn landeigenda í Vogum f.h. landeigenda í Vogum um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Sandskarðsnámu. Í því felst að í  samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarfélagið Skútustaðhreppur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða sveitarfélagsins Skútustaðahrepps á fundi sveitarstjórnar þann 21. maí 2019 er að efnistaka úr Sandskarðsnámu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er til 30. júní 2019.

 

Mynd af fyrirhuguðu efnistökusvæði

Mynd af fyrirhuguðu efnistökusvæði

Uppdráttur af fyrirhuguðu efnistökusvæði

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir